Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 265
Millifœrslur og milliverur
263
viðteknar túlkanir á Nietzsche við heimspekiskor Háskóla íslands án þess að
skilja sundur túlkanirnar, kennivald túlkendanna (Róberts Haraldssonar,
Vilhjálms Arnasonar og Sigríðar Þorgeirsdóttur) og stofnunina sem bæði
skilyrðir starf þeirra og ljáir þeim vald. Vandi bókarinnar í heild er að ritgerð
sem sækir svo augljóslega í aðferðir og hugtakaforða Michels Foucault á ekki
þægilega heima við hhð „Rísóms" eftir Deleuze og Guattari, einkum vegna
þess að reynt er í inngangi að búa til hæpna tengingu byggða á því annars
vegar að D&G og Foucault sækja til Nietzsches, og hins vegar að í skrifum
beggja má fmna túlkun á sifjafræði hans.
Gott og vel, en hvorki í inngangi bókarinnar né í grein Davíðs og Hjör-
leifs er gerð skilmerkileg grein fyrir þessari tengingu. Þess í stað er hún tek-
in sem gefin forsenda, ef marka má inngang Geirs Svanssonar ritstjóra:
„D&H notast við sifjafræðilega nálgun í anda Nietzsches og franska hugs-
uðarins Michels Foucault en kenningar D&G eru af sama meiði.“ (HV, 8)
Þessi staðhæfing sýnir vandmálið í hnotskurn: Nietzsche, Foucault og
Deleuze og Guattari eru ekki tengdir á þann óumdeilda máta sem Geir virð-
ist gera ráð fyrir. Að segja kenningar Foucaults vera „af sama meiði“ og kenn-
ingar D&G er ekki bara ó-írónísk notkun á trjá-myndmáli á versta stað,
heldur gerir það lítið úr þeim mismun sem gerði áralanga samræðu Foucaults
og Deleuze áhugaverða og frjóa.16
Meiðurinn sem hér um ræðir, tengihugtakið mihi Nietzsches, D&G og
Foucaults er „sifjar“, og greiningarleiðin sem því tilheyrir er „sifjafræðin“ sem
Foucault sótti til Nietzsches og gerði að sinni. Vandinn er að Deleuze og
Guattari stunda ekki sifjafræði á þennan hátt, og það er vihandi að gera
tvenningu þeirra að þrenningu með Foucault undir merkinu „sifjar“: „D&G
(og Foucault) leggja út á ,haf verðandinnar1, með Nietzsche sem lóðs, en ís-
lensku siðfræðingarnir reyna, að mati D&H, að sigla fleyi níhílistans í ör-
ugga höfn og festar.“ (HV, 8). Hugsum aðeins um þessa samsteypu D, G og
F undir merki Nietzsches og sifjanna. Mismunur D&G og Foucault kemur
ekki síst fram í gerólíkri afstöðu til „sögu“ og sagnfræði. I And-Odipusi er
hugmyndum Nietzsches um vald, dulvitund og sifjafræði siðferðisins stefnt
gegn heilagri fjölskyldu sálgreiningarinnar, og í Þúsundflekum gegn ríki,
auðmagni og kapítalisma. í samanburði er sifjafræði Foucaults, eins og hann
segir í ritgerðinni „Nietzsche, sifjafræði og saga“ frá 1971, gráleit og nákvæm
rannsókn á sögulegum heimildum. Með þeirri rannsókn er jafnframt grafið
undan „uppruna“, „sannleika" og „sjálfsverunni" sem þekkingarviljinn rekur
til þess að gæta sannleikans.17 Það nægir að bera saman kaflann sem á ensku
heitir „Savages, Barbarians and Civilized Men“ í And-Ödipusi, eða „On the
Geology of Morals" í Þúsundflekum, við úttekt Foucaults á frumheimildum
16 Um þessa samræðu sjá m.a. viðtölin um Foucault í Gilles Deleuze, Pourparlers 1972-1990 (París:
Minuit, 1990 ; ensk þýð. Martins Joughin, Negotiations 1972-1990} Ncw York: Columbia University
Press, 1995) og bók Deleuze Foucault (París: Minuit, 1986; ensk þýð. Sean Hand, Minneapolis: Un-
iversity of Minnesota Press, 1988).
17 Michel Foucault, „Nietzsche, Genealogy and History" í The Foucault Reader, ritstj. Paul Rabinow,
New York: Pantheon, 1984 [1970].