Hugur - 01.06.2004, Side 67
Ahugifáeinna Islendinga á heimspeki
65
Slíkar spurningar valda því að heimspekin deilir viðfangsefnum sínum,
eins og sannleikshugtakinu, með mörgum eða flestum öðrum fræðigreinum.
Þess vegna þrífst hún bezt þar sem hún á greiðan aðgang að iðkendum ann-
arra fræða og þeir að henni. Eftir byltinguna 1970 hefur Háskóli Islands ver-
ið gróskumikill vettvangur slíkra samskipta af augljósum ástæðum. Við vor-
um á sínum tíma ári mörg í sama báti: að búa til háskólagreinar sem engin
hefð var fyrir í landinu. Auðvitað þurftum við að tala mikið saman, til dæm-
is bara um nýyrði. Ur rökræðunum gat sem bezt orðið einhvers konar heim-
speki.
Það er afar margt til marks um þessa grósku. Hér er dæmi.
§5 Stúdentalíf
Snemma árs 1992 efndu tveir heimspekinemar, Einar Logi Vignisson og
Olafur Páll Jónsson, til fyrirlestraraðar um heimspekilegt efni: samband sál-
ar og líkama, Þetta var alfarið þeirra hugmynd, sem þeir höfðu brætt með sér
lengi, og öll framkvæmdin var á þeirra hendi nema þeir fengu sex fræðimenn
úr h'ffræði, sálarfræði, læknisfræði og heimspeki til að flytja lestrana. Ég fékk
að vera heimspekingurinn í hópnum.
Fyrsta lesturinn flutti Guðmundur Pétursson prófessor á Keldum. Hann
hct „Lífsskoðun efnishyggjumanns“ og fór fram í stóra salnum í Odda (101).
Þá bar svo við að salurinn, sem tekur 100 manns, troðfylltist út úr dyrum.
Næsta laugardag var þingað í stærri sal í Háskólabíói. Við enduðum í næst-
stærsta salnum þar.8 Strákarnir höfðu alltaf ætlað sér að gefa lestrana út í bók
°g gerðu það. Þeir borguðu okkur höfundum sínum meira að segja. Snjallast
þótti mér þó að þegar bókin var gerð höfðu þeir samkeppni í efsta bekk
Myndlistarskólans um bókarkápu. Svo seldu þeir bókina - Af líkama og sál
heitir hún - eins og heitar lummur. Hún er því miður löngu uppseld.
Þetta var ævintýri, og það var að mestu verk stúdenta einna saman með
þeim eldmóði sem verður sem betur fer vart í þeirri stétt til þessa dags. Þeir
Einar Logi og Ólafur Páll voru ekki óstuddir í þessum framkvæmdum: það
var heill hópur af ungu fólki í kringum þá. Þessi hópur tók sig svo til, í beinu
framhaldi af fyrirlestraröðinni, og þýddi heimspekiritgerðir frá tuttugustu
Öld, eftir fræga heimspekinga austan hafs og vestan, í stóra bók. Sú heitir
Heimspeki á tuttugustu öld og kom út hjá Máli og menningu 1994.
, Eg held að þegar Svíarnir vinir mínir öfundast yfir hylli heimspekinnar á
Islandi séu þeir ekki að hugsa um staðtölur. Þeir eru að hugsa um Einar
Loga, Ólaf Pál og félaga þeirra. Þá hef ég getað sagt þeim að svoleiðis æv-
tntýri verði ekki til úr engu. Það megi hugsa til þess meðal annars að það eru
ýmis dæmi um slíka starfsemi stúdenta við hinn örlitla Háskóla Islands frá
gamalli tíð. Laganemar hafa til að mynda gefið út tímaritið Úlfljót í áratugi.
Engu að síður voru bækurnar Af líkama og sál og Heimspeki á tuttugustu öld
8
Alls sóttu um 1500 manns lestrana. Sjá formála ritstjóranna að Af líkatna ogsál, Reykjavík 1993.