Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 85
Kant með (eða á móti) Sade
83
forskilvitlega sjálfsvera er „verufræðilega hneykslið“, hvorki fyrirbæri né óræð
í sjálfu sér (noumenal), heldur ofgnótt sem stendur út úr hinni „miklu keðju
tilverunnar", gat, sprunga í skipan veruleikans og um leið aðilinn sem grund-
vallar skipan (fyrirbæralega) veruleikans „upp úr þurru“. Ef vandi hinnar
hefðbundnu verufræði var hvernig mætti leiða óreiðukenndan fyrirbæra-
veruleikann af eih'fri Skipan hins sanna veruleika (hvernig gera skyldi grein
fyrir hægfæra „hnignun" hinnar eilífu Skipanar), þá er vandi sjálfsverunnar
vandi hinnar óstilltu ofgnóttar, oflætis, fráviks, sem viðheldur sjálfri Skipan-
inni. Meginþverstæða hinnar forskilvidegu grundvöllunar Kants er að sjálfs-
veran er ekki hið Algera, hið eilífa grunnlögmál veruleikans, heldur endan-
leg, tímabundin eining, og að einmitt sem slík veitir hún hinstu sjónarrönd
veruleikans. Fyrir þá sök ætti maður að hafna hinum hefðbundna lestri hinn-
ar forskilvitlegu grundvöllunar Kants sem kveður á um að sjálfsveran sé full-
tnii algildis sem leggi algildisform Skynseminnar á óreiðukennda mergð
skynhrifa: í þessu tilfelli er sjálfsveran beinlínis lögð að jöfnu við aflið til al-
gildingar, og farið á mis við þá staðreynd að sjálfsveran er um leið klínamen,
ofgnótt farin-úr-lið, þverstæðukenndi punkturinn þar sem sjálf hin svæsna
ofgnótt, þáttur sem stendur út úr, Grundvallar algildið.
Besta dæmið um „sjúklegan“, tilfallandi þátt sem er hafinn á stall skilyrð-
!slausrar kröfu er vitaskuld Hstamaðurinn sem samsamar sig gjörsamlega list-
r*nni köllun sinni, rekur hana greiðlega, sektarlaust, sem væri hún innri
nauðung, er ófær um að lifa án hennar. Hin sorglegu örlög Jacquehne du Pré
láta okkur horfast í augu við kvenútgáfuna af klofningnum milli skilyrðis-
lausrar tilskipunar og öndverðu hliðar hennar, rað-algildis tómlátra empír-
iskra hluta sem þarf að fórna fyrir Köllunina.14 (Það er ákaflega áhugavert
°g fyjótt að lesa ævisögu du Prés, ekki sem „raunverulega sögu“, heldur sem
goðsögulega frásögn: það sem er svo óvænt við það er hve nákvæmlega hún
fylgir fyrirskipuðum útlínum fjölskyldugoðsagnar, alveg eins og saga Kaspars
Hausers, þar sem stakar hendingar endurskapa óhugnanlega kunnuga þætti
fornra goðsagna.15) Skilyrðislausa tilskipun du Prés, drifið hennar, hin al-
gjöra ástríða hennar, var hst hennar (þegar hún, fjögurra ára gömul, sá ein-
_vern spila á selló, kunngerði hún þegar í stað að þetta væri það sem hún
vildi verða ...). Þessi upphafning listar hennar í hið skilyrðislausa smækkaði
astarhf hennar í röð samfunda, þar sem hverjum manni mátti að endingu
skipta út fyrir annan, enginn öðrum fremri - hún var sögð „raðmannæta".
Þannig fyllti hún stöðu sem yfirleitt er frátekin fyrir Karlkyns listamann -
etlgm furða að móðir hennar sá hin löngu harmrænu veikindi dóttur sinnar
(MS-sjúkdóm, sem dró hana kvalafullt til dauða á árunum 1973 til 1987)
)eiT1 »svar hins Raunverulega", sem guðlega refsingu, ekki aðeins fyrir fjöllynt
astarlífj heldur og fyrir „hóflausa" skuldbindingu hennar við list sína ...
14
Sjá Hilary og Piers du Prö, A Genius in the Family: An Intimate Memoir of 'Jacqueline du Pré (London,
Chatto and Windus, 1997).