Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 286
284
Ritdómar
að vera góður maður. Það þarf ákveðna
tegund af manni, þ.e. mann með rétt
stillta sál. I þessu samhengi er ríkidæmi
truflun. Spurningin sem vakir fyrir
Klemensi í ritinu sem er hér til umfjöll-
unar er hvort efnamenn eigi sér hjálp-
ræði, þ.e. von um eilíft líf í Guðsríki.
Svar hans er jákvætt. Þeir eiga sér hjálp-
ræði - en bara sumir (bein þýðing á titl-
inum er „hvaða efnamaður er hólpinn?",
eða „hver er sá auðmaður, er hólpinn
verður?“ eins og Helgi Hálfdanarson
þýddi á ofanverðri nítjándu öld, sbr. neð-
anmálsgrein 4 í „viðauka 1“, bls. 236 í
Hjálprœði efnamanns).
Klemens telst seint til merkra heim-
spekinga og meðal heimspekinga er
hann helst þekktur sem uppspretta til-
vitnana í rit sem eru að öðru leyti glötuð
(þetta á sérstaklega við um rit Klemens-
ar, Stromateis). Klemens var uppi á
annarri til þriðju öld eftir Krist og starf-
aði í Alexandríu í Egyptalandi, háborg
menntanna á þeim tíma. Hann fæddist
sennilega í annarri háborg menningar-
innar, Aþenu, sem hafði misst nokkuð af
fyrri ljóma sínum þó hún væri enn þekkt
fyrir heimspekiskóla sína. Hann var
lærður maður, kristinn og helgaði líf sitt
kristni og túlkun heilagrar ritningar. Það
var óhugsandi fyrir hann að vera á önd-
verðum meiði við Jesú, að líta svo á að
frelsarinn hafi haft rangt fyrir sér um
ríka manninn. Þess í stað túlkar hann
textann og leggur þannig út að Jesú
meini annað með orðum sínum en það
sem þau við fyrstu sýn virðast segja. I
þessari nálgun felst að hin heilaga ritn-
ing sé ekki hverjum manni aðgengileg,
að það þurfi mann á við Klemens til að
skilja sanna merkingu orðanna. Eða eins
og hann segir: „Okkur ber að skilja orð-
in um hina ríku sem eiga erfitt með að
komast í [Guðsjríkið að hætti hinna lær-
dómsfusu en ekki einfeldningslega, að
hætti dreifbýlismanna eða bókstaflega.“
(Hjálprœði efnamanns 18.1) Það þarf
lærdóm til að skilja orð Jesú og það þarf
lærdóm til að skilja ritninguna. Astæðan
er ekki sú sama og kallar á lærdóm guð-
fræðinnar í dag. Biblían er skrifuð á
framandi tungu í fornri og framandi
menningu. Það þarf sögulega, málfræði-
lega og trúarfræðilega þekkingu til að
skilja verkið. Þetta er ekki það sem
Kiemens á við, því eins og hann segir
strax á eftir ofangreindri tilvitnun: „Því
þau voru ekki þannig sögð.“ Orð Jesú
voru ekki bókstaflega sögð. Frá upphafi
kalla þau á túlkun. Segir Klemens.
I inngangi sínum gerir Clarence E.
Glad, nýjatestamentisfræðingur, mikið úr
þeirri túlkunarfræðilegu hefð sem Klem-
ens er hluti af. Fáir eru betur til þess
fallnir að takast þetta verk á hendur en
Clarence. Hann býr yftr mikilli þekkingu
á Klemensi og þeim tíma og umhverfi
sem hann lifði og starfaði í og er alþjóð-
lega þekktur fræðimaður á þessu sviði. I
innganginum gerir hann ítarlega grein
fyrir forsendum textans. Hann gerir mik-
ið úr þeirri túlkunarfræði sem Klemens
stundaði og sögulegum forsendum henn-
ar, og er þessi áhersla rétt. Klemens bar
botnlausa virðingu fyrir sannleikanum og
skynseminni, rétt eins og hver annar
heimspekingur, en á þeim forsendum að
sannleikurinn hafi verið opinberaður
með orði Drottins - í ritningunni - og að
skynsemin væri tæki til að fmna þennan
sannleika. Skynsemin er nauðsynleg sem
tæki þar sem sannleikurinn var ekki
opinberaður bókstaflega. Klemens er
meðal þeirra sem líta á sögu heimspek-
innar sem sögu mis illa heppnaðra til-
rauna til að tjá sannleikann, þ.e. þann
sannleika sem hann telur sig hafa höndl-
að við túlkun á ritningunni og munnleg-
um hefðum. Hann telur þann sannleika
sem hann hefur uppgötvað vera það sem
allir hinir voru að reyna að segja og þess
vegna séu orð þeirra nothæf við túlkun
ritningarinnar. Þessi tegund af hugsun,
þessi afstaða til sannleikans, er fjarri
ímynd heimspekinnar og fræðanna al-
mennt. Heimspekingurinn á að vera
óháður í skoðunum, þ.e. óháður skoðun-
um annarra í eigin skoðunum. Hann tek-
ur sjálfstæða afstöðu til þess sem á fjörur
hans rekur. Fræg er sú staðhæfing