Hugur

Issue

Hugur - 01.06.2004, Page 286

Hugur - 01.06.2004, Page 286
284 Ritdómar að vera góður maður. Það þarf ákveðna tegund af manni, þ.e. mann með rétt stillta sál. I þessu samhengi er ríkidæmi truflun. Spurningin sem vakir fyrir Klemensi í ritinu sem er hér til umfjöll- unar er hvort efnamenn eigi sér hjálp- ræði, þ.e. von um eilíft líf í Guðsríki. Svar hans er jákvætt. Þeir eiga sér hjálp- ræði - en bara sumir (bein þýðing á titl- inum er „hvaða efnamaður er hólpinn?", eða „hver er sá auðmaður, er hólpinn verður?“ eins og Helgi Hálfdanarson þýddi á ofanverðri nítjándu öld, sbr. neð- anmálsgrein 4 í „viðauka 1“, bls. 236 í Hjálprœði efnamanns). Klemens telst seint til merkra heim- spekinga og meðal heimspekinga er hann helst þekktur sem uppspretta til- vitnana í rit sem eru að öðru leyti glötuð (þetta á sérstaklega við um rit Klemens- ar, Stromateis). Klemens var uppi á annarri til þriðju öld eftir Krist og starf- aði í Alexandríu í Egyptalandi, háborg menntanna á þeim tíma. Hann fæddist sennilega í annarri háborg menningar- innar, Aþenu, sem hafði misst nokkuð af fyrri ljóma sínum þó hún væri enn þekkt fyrir heimspekiskóla sína. Hann var lærður maður, kristinn og helgaði líf sitt kristni og túlkun heilagrar ritningar. Það var óhugsandi fyrir hann að vera á önd- verðum meiði við Jesú, að líta svo á að frelsarinn hafi haft rangt fyrir sér um ríka manninn. Þess í stað túlkar hann textann og leggur þannig út að Jesú meini annað með orðum sínum en það sem þau við fyrstu sýn virðast segja. I þessari nálgun felst að hin heilaga ritn- ing sé ekki hverjum manni aðgengileg, að það þurfi mann á við Klemens til að skilja sanna merkingu orðanna. Eða eins og hann segir: „Okkur ber að skilja orð- in um hina ríku sem eiga erfitt með að komast í [Guðsjríkið að hætti hinna lær- dómsfusu en ekki einfeldningslega, að hætti dreifbýlismanna eða bókstaflega.“ (Hjálprœði efnamanns 18.1) Það þarf lærdóm til að skilja orð Jesú og það þarf lærdóm til að skilja ritninguna. Astæðan er ekki sú sama og kallar á lærdóm guð- fræðinnar í dag. Biblían er skrifuð á framandi tungu í fornri og framandi menningu. Það þarf sögulega, málfræði- lega og trúarfræðilega þekkingu til að skilja verkið. Þetta er ekki það sem Kiemens á við, því eins og hann segir strax á eftir ofangreindri tilvitnun: „Því þau voru ekki þannig sögð.“ Orð Jesú voru ekki bókstaflega sögð. Frá upphafi kalla þau á túlkun. Segir Klemens. I inngangi sínum gerir Clarence E. Glad, nýjatestamentisfræðingur, mikið úr þeirri túlkunarfræðilegu hefð sem Klem- ens er hluti af. Fáir eru betur til þess fallnir að takast þetta verk á hendur en Clarence. Hann býr yftr mikilli þekkingu á Klemensi og þeim tíma og umhverfi sem hann lifði og starfaði í og er alþjóð- lega þekktur fræðimaður á þessu sviði. I innganginum gerir hann ítarlega grein fyrir forsendum textans. Hann gerir mik- ið úr þeirri túlkunarfræði sem Klemens stundaði og sögulegum forsendum henn- ar, og er þessi áhersla rétt. Klemens bar botnlausa virðingu fyrir sannleikanum og skynseminni, rétt eins og hver annar heimspekingur, en á þeim forsendum að sannleikurinn hafi verið opinberaður með orði Drottins - í ritningunni - og að skynsemin væri tæki til að fmna þennan sannleika. Skynsemin er nauðsynleg sem tæki þar sem sannleikurinn var ekki opinberaður bókstaflega. Klemens er meðal þeirra sem líta á sögu heimspek- innar sem sögu mis illa heppnaðra til- rauna til að tjá sannleikann, þ.e. þann sannleika sem hann telur sig hafa höndl- að við túlkun á ritningunni og munnleg- um hefðum. Hann telur þann sannleika sem hann hefur uppgötvað vera það sem allir hinir voru að reyna að segja og þess vegna séu orð þeirra nothæf við túlkun ritningarinnar. Þessi tegund af hugsun, þessi afstaða til sannleikans, er fjarri ímynd heimspekinnar og fræðanna al- mennt. Heimspekingurinn á að vera óháður í skoðunum, þ.e. óháður skoðun- um annarra í eigin skoðunum. Hann tek- ur sjálfstæða afstöðu til þess sem á fjörur hans rekur. Fræg er sú staðhæfing
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue: 1. tölublað (01.06.2004)
https://timarit.is/issue/356939

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.06.2004)

Actions: