Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 254
252
Jón Olafsson
linnulausri baráttu hans gegn póstmódernismanum. Kristján telur póst-
módernismann afmenntandi, hann er hættulegur vegna þess að hann
minnkar möguleika manna á því að auka skilning sinn og njóta þess besta í
menningunni. Kristján hafnar þeirri algengu skoðun síðari tíma, sem ekki
síst ber á hjá róttækum heimspekingum, að arfleifð upplýsingarinnar og sá
mannskilningur sem tengist bæði henni og fleiri viðteknum heimspekilegum
viðhorfum nýaldar sé vafasamur og skýrist af valdahagsmunum fremur en af
þekkingarhugsjóninni. Kristján dregur ekki í efa að heimspekileg afstaða
sem mark er á takandi verði að fela í sér þá algildiskröfu sem gerir ráð fyrir
að hún eigi jafnvel við undir öllum kringumstæðum. Ef svo er ekki er hætt-
an alltaf sú að hún „þynnist út í nánast ekki neitt“ (260—261).
Þannig má segja að menntahugsjónin, algildiskrafan og samstillingarstef-
ið einkenni heimspekilegan málflutning Kristjáns og því má umorða
gagnrýni hans á póstmódernisma svo að þar sé um að ræða áhyggjur af
hnignun menntunar, árás á hverskyns afstæðishyggju og mótmæli gegn frá-
brigðum - í þeim skilningi að menningarmunur eða annar grundvallarmun-
ur komi í veg fýrir að menn geti stillt saman formlegan grunn sáttagjörðar
um samfélagið. Hér er vandi lesandans eftirfarandi: Það sem Kristján stillir
upp sem andstæðum þurfa ekki að vera neinar andstæður. Og það sem meira
er, það virðist villandi og óhjálplegt að leitast við að draga fram andstæðurnar
á þann hátt sem Kristján gerir.
Lítum fyrst á menntahugsjónina. Er líklegt að sú launhæðna afstaða sem
birtist í því að leggja áherslu á hvernig gildi einstakra samfélaga og menning-
arheilda endurspegli fyrst og fremst félagslega sýn þeirra á sjálfar sig, og sama
gildi um manns eigin menningu, leiði til hnignunar og „aflýsingar“? Þetta tel-
ur Kristján eina afleiðingu póstmódernismans (218). Eða er hugsanlegt að
með því að öðlast vitræna fjarlægð á eigin menningu og menningarleg gildi
muni fólk eiga auðveldara með að skilja og setja sig í spor annarra? Ég sé eng-
in sérstök rök fyrir því að launhæðni á borð við þá sem er að finna hjá Richard
Rorty hafi þær hörmulegu afleiðingar sem Kristján telur (248).
Algildiskrafan er ein þeirra frumkrafna heimspekinnar sem Kristjáni
finnst mikilvægt að ríghalda í. Hann gengur jafnvel svo langt að telja heim-
speki Johns Rawls vera að þynnast út vegna þess að Rawls viðurkenni að
réttlætiskenning leggi ekki nauðsynlega drög að algildum forsendum félags-
legs réttlætis (259-260). Það er ljóst af mörgu öðru sem Kristján segir í bók-
inni að hann telur hlutverk heimspekinga felast í því að leita forsendna og
reglna sem kalla megi algildar. Um leið og látið er í það skína að svo kunni
að vera að engar algildar forsendur siðferðis, þekkingar, rökhugsunar eða
veruleika .verði fundnar hlýtur það að jafngilda því í augum Kristjáns að efa-
semdir séu hafðar um heimspekina sjálfa. Ef heimspekin er ekki í því að
finna algildar forsendur, hvað er hún þá að gera yfirleitt? Nú má segja, með
talsverðri einföldun, að undanfarin 200 ár hafi heimspekin skipst í tvennt.
Annarsvegar eru heimspekingar sem hafa fyrst og fremst áhuga á því að
hugsa um almennan vanda mannlífs, tilvistar, þekkingar og svo framvegis í
ljósi þess að engin algild sannindi liggi mannlegri tilveru eða samfélagi til