Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 94
92
Sigríður Þorgeirsdóttir
Á undanförnum tveimur áratugum hefur femínísk heimspeki hins vegar
beint sjónum sínum að þeim þáttum í heimspeki Nietzsches er snúa að
kenningu hans um sjálfið. Hugmyndir hans um mótun sjálfsmyndar og
sköpun sjálfsins hafa verið leiðarstef í femínískum kenningum samtímans
um kynjamismun og kynjasjálfsmyndir.5 Gagnrýni Nietzsches á eðlishyggju-
kenningar um sjálfsmyndir eru grundvöllur fyrir frekari gagnrýni eða af-
byggingu á eðlishyggju um mismun kynjanna, þ.e. á hugmyndum um eðlis-
lægan og meðfæddan mismun kynjanna eða óbreytanlegt eðli kvenna og
karla. Jacques Derrida sýndi einna fyrstur fram á þýðingu Nietzsches fyrir
femínískar kenningar um kynjamismun með riti sínu Sporar. Stílar Ni-
etzschesý Félagsmótunarkenningar og orðræðumótunarkenningar um kynja-
mismun, eins og t.d. kenning Judith Butler sem hún setti fram í Vanda kyn-
gervis (Gender Trouble), eru að drjúgum hluta í takt við túlkun Derridas á
gagmýni Nietzsches á eðlishyggjukenningar um kynjamismun.7
Mótsagnir í heimspeki Nietzsches um konur og karla
Með því að beina athygli að afbyggingu Nietzsches á eðlislægum kynjamis-
mun sem á rætur í líffræðilegum kynjamismun gerðu franskir heimspeking-
ar eins og Derrida og Sarah Kofman heimspeki Nietzsches aðgengilega (á
ný) fyrir femínista.8 Ein afleiðing þessara túlkana er sú að mótsögnin eða
togstreitan sem einkennir alla heimspeki Nietzsches um konur sker í aug-
un. Annars vegar inniheldur heimspeki hans um konur hugmyndir um hið
sérstaka meðfædda eðli kvenna.9 Kenningar samtíma femínískrar heim-
speki virða þá hlið kvennaheimspeki Nietzsches að vettugi vegna þess að
hana má rekja til hefðbundinnar eðlishyggju um kynjamismun, jafnvel allt
til kenninga Aristótelesar um líffræðilegan mun kynjanna.10 Þaðan koma
hugmyndir um að félags- og stjórnmálalegur, vitsmunalegur og siðferðileg-
ur mismunur kynjanna eigi sér líffræðilegar undirrætur. Slíkar hugmyndir
hafa alla tíð nýst til að réttlæta kynbundna stigskiptingu hlutverka í samfé-
laginu.11 Hin aristótelíska hefð mótaði ekki aðeins kreddur um mismun
5 Sjá t.d. greinasafn ritstýrt af Kelly Oliver og Marilyn Pearsall, Feminut Interpretations of Friedrich
Nietzsche, University Park, Pa.: Pennsylvania State University Press, 1998.
6 Jacques Derrida, Sporar. Stilar Nietzsches. íslensk þýðing Garðars Baldvinssonar, Bókmenntafræði-
stofnun Háskóla íslands, 2003. Sjá einnig Ellen K. Feder, Mary C. Rawlinson og Emily Zakin (ritstj.),
Derrida and Feminism: Recasting the Question ofWoman, London/New York: Routledge, 1997, 2.
7 Sjá íslenska þýðingu Vilborgar Sigurðardóttur á kafla úr Gender Trouble, „Monique Wittig: Upplausn
líkamans og uppspunnið kyn“, í Ritinu 2/2000,161-184.
Sarah Kofman, „Baubo: Theological Perversion and Fetishism", í Feminist Interpretations ofFriedrich
Nietzsche, 21-49.
Með „eðli“ er hér átt við vitsmunalega og siðferðilega eiginleika sem eru taldir öllum konum sameig-
inlegir vegna þess að þær eru konur.
Þó er ekki svo að Nietzsche setji fram kenningu um líkamlcgan grundvöll slíkra séreinkenna líkt og
t.d. Aristóteles gerir. Sjá nánar grein mína um eðlishyggju Aristótelesar, „Um eðli kvenna. Frá Arist-
ótelesi til Gunnars Dal“, í Kvenna megin, Hið íslenska bókmenntafélag, 2001, og aðra grein mína um
eðlishyggju kynjamismunar almennt, „Er femínisminn dauður?“, í Ritinu 2/2002, 77-101.
Sjá Susan Moller Okin, „Aristotle: Womans Place and Nature in a Functionalist World“, í Women in
Western Political Thought, Princeton: Princeton University Press, 1979, 73-96.