Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 57
Til varnar ágreiningsltkani um lýðrœði
55
fram á.24 I seinni verkum sínum vekur hann raunar athygli á þeirri stað-
reynd að til þess að samhljómur geti ríkt í skoðunum þarf fyrst að vera sam-
hljómur í lífsháttum. Það að vera sammála um skilgreiningu á hugtaki næg-
ir að hans mati ekki; við þurfum að vera sammála um notkun þess. Þannig
eigum við að líta á verklag sem flókin heildaráhrif af iðju. Það er vegna þess
að verklag er hluti af sameiginlegum lífsháttum og samljóða gildismati sem
hægt er að sættast á það og hlíta því. Það er ekki hægt að líta á það sem regl-
ur, skapaðar á grundvelli kennisetninga og sem síðan er beitt á einstök
dæmi. I huga Wittgensteins eru reglur ávallt skammstafanir á iðju, þær eru
óaðskiljanlegar frá tilteknum lífsmátum. Þetta þýðir að ekki er unnt að við-
halda þeim stranga greinarmun á ‘leikreglum’ og ‘inntaki’ eða á ‘siðferði’ og
siðfræði’ sem er í aðalhlutverki hjá Habermas. Verklag felur alltaf í sér inn-
taksmiklar siðferðilegar skuldbindingar, og það er ekki hægt að hugsa sér
neitt í líkingu við algerlega hlutlaust verklag.
Frá þessum sjónarhóli velta hollusta við lýðræðið og trú á vægi stofnana
þess ekki á því að þeim sé fundin vitsmunaleg fótfesta. Hér er á ferðinni
nokkuð sem er meira í ætt við það sem Wittgenstein líkir við „ástríðufulla
skuldbindingu við tiltekið tilvísunarkerfi. Þótt það sé trú þá er það í raun h'fs-
máti, gildismat eigin tilveru.“25 Öfiigt við rökræðulýðræðið gerir slíkt sjón-
armið einnig ráð fyrir takmörkunum samkomulagsins og viðurkennir þau:
.,Þegar tvö ósamrýmanleg sjónarmið mætast segir hvor maður um sig hinn
vera fífl og villutrúarmann. Ég sagðist ætla að ‘berjast’ við hinn manninn —
en ætti ég ekki að gefa honum röksemdir? Sannarlega; en hversu langt
myndu þær ná? Að röksemdunum loknum taka fortölurnar við.“26
Ef við horfum á hlutina svona ætti okkur að vera ljóst að það að taka fjöl-
hyggju alvarlega krefst þess að við gefum upp á bátinn vonina um skynsam-
legt samkomulag sem felur í sér draumsýnina um að við getum flúið undan
mannlegum lífsháttum okkar. Löngun okkar til að ná algjörum tökum, seg-
ir Wittgenstein, „hefur leitt okkur út á hálan ís þar sem er engin mótstaða og
allar kringumstæður í vissum skilningi fullkomnar, en einmitt þess vegna er
okkur ógerlegt að ganga, vegna þess að við þurfum mótstöðu. Aftur á hrjúfa
jörðina."27
Að fara aftur á hrjúfa jörðina merkir hér að sættast við þá staðreynd að að-
ferðir skynsemishyggjunnar - ‘upphafsstaðan’ eða ‘kjörsamræðan’ - mæta
hindrunum sem eru langt frá því að vera bara empírískar eða þekkingar-
fræðilegar; þær eru verufræðilegar. Frjáls og óheft skoðanaskipti allra um
sameiginleg hagsmunamál eru raunar óhugsandi sem slík, því þeir tilteknu
h'fshættir sem eru álitnir ‘hindranir’ eru sjálfir forsendur þess að þau séu
möguleg. An þeirra myndu engin samskipti og engin skoðanaskipti nokkurn
tima eiga sér stað. Það er nákvæmlega engin réttlæting fyrir því að veita for-
24 c.,
Sjá „Wittgenstein, Political Theory and Democracy", The Democratic Paradox, London, 2000, bls.
60-79.
26 Ludwig Wittgenstein, Culture and Value, Chicago, 1980, bls. 85e.
27 Ludwig Wittgenstein, On Certainty, New York, 1969, bls. 81e.
Ludwig Wittgenstein, PhilosophicalInvestigations, Oxford, 1958, bls. 46e.