Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 66
64
Þorsteinn Gy/fason
eða lögfræði. Sálfræðingar, félagsfræðingar og stjórnmálafræðingar hafa að
auki lært ýmis hyggindi sem í hag koma við margvísleg störf, svo sem töl-
fræði. Nám í íslenzku, bókmenntafræði og sagnfræði er öðrum þræði kenn-
aranám. Það eru engar vísar kennarastöður í heimspeki í íslenzkum fram-
haldsskólum þótt hún sé valgrein í sumum þeirra.
Eins og stúdentar í félagsvísindum læra tölfræði lesa heimspekinemar rök-
fræði. En þótt rökfræði síðustu hundrað ára sé ein af sögulegum meginfor-
sendum tölvualdar, þá er hún ekki sjálf hagnýt grein eins og tölfræði eða
tölvunarfræði. Samt hafa ýmsir ungir heimspekingar lagt tölvulistir fyrir sig
með ágætum árangri.
§4 Ahugi á hverju ?
Hvað er nú það sem allt þetta unga fólk hefiir áhuga á? Um það veit ég ekki
nærri nóg. Það er helzt ég geti farið með fáeina sjálfsagða hluti eins og gætu
staðið í kynningarbæklingi handa nýstúdentum.
Heimspeki fjallar, og hefur fjallað f 2500 ár, um fáein frumhugtök allrar
hugsunar. Meðal þeirra eru veruleiki og tilvera, vitund og þekking, trú og
sannleikur, gæði og fegurð, réttur og réttlæti. Tökum bara sannleikann sem
dæmi.7
Heimspekingar fjalla um hugtök eins og sannleikshugtakið með tvennum
hætti. Annars vegar með því að hyggja að sögu hugtaksins, og samhengi þess
á hverjum tíma. Heimspekisagan bregður oft óvæntu ljósi á hugtök eins og
sannleika. Eða á vitund eða réttlæti. Hins vegar glíma heimspekingar við að
greina hugtökin af eigin rammleik, stundum með tæknilegum aðferðum
rökfræðinnar þar sem þær eiga við. Þá má aldrei gleymast að öll hugtökin
sem ég nefndi eru fullkomlega hversdagsleg hugtök sem hver maður hefiir
þó nokkurt vald á. Sannleikshugtakið á ekki bara við um vísindakenningar,
heldur líka um blaðafregnir, vitnisburði fyrir dómstólum eða bara um það
sem lítill strákur segir um rúðuna sem brotnaði í næsta húsi þegar hann var
í boltaleik.
Ur hugmyndasögunni og rökgreiningunni verða til kenningar um sann-
leikann, til að mynda samsvörunarkenning og samkvæmniskenning. Þær
geta síðan nýtzt í gh'munni við önnur hugtök, til dæmis trú, skilning og
þekkingu.
Nú eru vísindi leit að sannleika. Þar er hann vandmeðfarinn. Jafnvel í ná-
kvæmustu vísindagreinum eins og eðlisfræði geta vaknað spurningar um
hvort kenningarnar sem fólk setur saman séu bókstaflega sannar eða kannski
að einhverju leyti skáldskapur. En þá má spyrja: geta þær ekki verið sannar
fyrir því? I öðrum fræðum geta líka vaknað spurningar um kostina á öðrum
sannleika en hinum bókstaflega sannleika. Þannig geta bæði guðfræðingar
og bókmenntafræðingar spurt.
7 Sbr. Þorstein Gylfason: „Sannleikur" í Er vit í vísitidum? Háskólaútgáfan, Reykjavík 1996.