Hugur - 01.06.2004, Side 204
202
Minna Koivuniemi
Annarra er vert að geta, svo sem hins franska Chantal Jaquet, sem hefur
skrifað um ýmis viðfangsefni Spinoza.8 Italinn Antonio Negri (f. 1933) er
þó að líkindum sá sem lengst hefur gengið í að þróa hugmyndir Spinoza í
pólitísku samhengi, en hann birti verk sitt um Spinoza, L’anomalia selvagg-
ia árið 1981.
Það má vera ljóst af fyrri tíðar ummælum um verk og líf Spinoza, að hann
elska og hata margir og oft andstæðir hugsuðir. I dag eru rannsóknir á Spin-
oza ekki takmarkaðar við franska eða ítalska fræðimenn; viðfangsmikið
rannsóknarstarf er einnig unnið innan rökgreiningarhefðarinnar. Banda-
ríkjamaðurinn Edwin Curley hefur fengist ævilangt við Spinoza.9 Bók Jon-
athans Bennett, Spinoza’s Ethics (1984), er ekki hægt að hunsa þó hún veki
blendnar tilfinningar. Michael Della Rocca, prófessor við Yale-háskóla, spil-
ar í sömu deild og Bennett en skrif hans um sýn Spinoza á hug og líkama
njóta stöðugrar hylli rökgreiningarheimspekinga.10
Þá er og mikið líf í Spinoza-rannsóknum á hinu meginlandinu, Ástralíu.
Ovéfengjanlegur oddviti ástralskra Spinozista er Genevieve Lloyd sem hef-
ur kennt og gefið út mörg rit um Spinoza. I Ástralíu sækir hreyfing femín-
ista mikið til Spinoza og hana hefur Lloyd verið viðriðin. Asamt nemanda
sínum, Moiru Gatens, hefur Lloyd beitt heimspeki Spinoza á femínisma og
pólitísk vandamál okkar daga.11 Töluvert verk hefur einnig verið unnið um
Spinoza í Skandínavíu - finnski heimspekingurinn Olli Koistinen hefur
meðal annars skrifað nokkuð og kennt allvíða um heimspeki Spinoza.12
Þá hefiir Spinoza víða verið rannsakaður í samhengi við undanfara sína.
Eitt hinna fyrstu verka af þessum toga kemur frá Harry Wolfson sem setur
Spinoza í samhengi við miðaldahefðir.13 I Spinoza and Other Heretics I—II
eftir Yirmiyahu Yovel er Spinoza speglaður í ýmsum öðrum höfundum sög-
unnar. I verkum Lloyds, Curleys og Alans Donagan, meðal annarra, eru bor-
(1994). Þar að auki er hann í framvarðarsveit frönsku Spinoza-samtakanna, Groupe de Recherches Spin-
ozistes et L'Association des amies de Spinoza.
8 Jaquet fylgir þeirri braut sem Matheron og Moreau ruddu í ritgerð sinni Sub Specie Aeternitatis - Ét-
ude des concepts de temps, durée et éternité chez Spinoza (1997). Skrif hennar um h'kama og ástríður eru
og áhugaverð, Le corps (2001) og L’unitédu corps et de l’esprit chez Spinoza (2004).
9 Hann hefiir unnið að þýðingum á verkum Spinoza. Fyrsta bindið, sem inniheldur meðal annars Sið-
freeðina, er það sem mest er stuðst við í rannsóknum meðal enskumælandi. Þess utan hefur Curley til
dæmis gefið út A Spinoza Reader (1994), sem samanstendur af völdum þýðingum á Spinoza og stuttri
ævisögu, ásamt ritinu Behind the Geometrical Method (1988).
10 Della Rocca skrifaði bókina Representation and the Mind-Body Problem in Spinoza (1996) og áhrifa-
mikla grein um sálfræði Spinoza sem birtist í The Cambridge Companion to Spinoza, Don Gatrett
(ritstj.) 1996.
11 Lloyd hefiir látið frá sér Part ofNature. Self-Knowledge in Spinoza’s Ethics (1994) og Spinoza and the
Ethics (1996). Hún skrifaði einnig, i samstarfi við Gatens, bókina Col/ectiveImaginings - Spinoza, Past
and Present (1999).
12 Hann hefiir einkum beint sjónum að frumspeki Spinoza og skrifað um hana ritið On the metaphys-
ics of Spinoza’s Ethics (1991). Hann er jafnframt ritstjóri Spinoza. Metaphysical Themes (2002) ásamt
John Biro. Þar að auki hefúr Koisteinen tekið þátt í umræðu, sem Bennett og Della Rocca stofnuðu
til, um samband hugar og líkama, og sálfræði Spinoza. Af íslenskum rannsóknum á Spinoza er vert
að minnast á grein sem Eyjólfiir Kjalar Emilsson gaf út 1979, með titlinum „Spinoza’s definition of
attribute*.
13 Wolfsongafút Thc Philosophy ofSpinoza I-II árið 1934. Skilningi hans á ástríðum ogsambandinu milli
þeirra var fylgt eftir af Kant-fræðingnum Henry Allison, eins og minnst verður á síðar í þessari grein.