Hugur


Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 106

Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 106
104 Sigríður Þorgeirsdóttir undan tvíhyggju kynjanna standi í vegi fyrir að túlka heimspeki hans sem um- snúinn platonisma á þann hátt sem Heidegger gerði. Veruheimspeki Hei- deggers sjálfs stendur aftur á móti mun nær frumspekihefðinni en heimspeki Nietzsches nokkurn tíma gerir. Derrida getur reynst hjálplegur við að sýna fram á það vegna þess að hann túlkar aðalviðfangsefni heideggersku heim- spekinnar, hið grundvaUar verufræðilega hugtak verunnar með hliðsjón af myndhverfmgu konunnar. Hann fuUyrðir að veran verði, líkt og myndhverf- ing konunnar segir til um, að vera skilinn sem mismunur og ekki sem sam- semd, þ.e. það sé ekki hægt að ákvarða með einhlítum hætti þá eiginleika sem gera veru að veru. Heidegger reyndi í bók sinni Samsemd og mismunur að veij- ast hinni hefðbundnu frumspekilegu hvöt að skilgreina veru sem hið „eina“ og hið „sama“.50 Heidegger heldur því fram að hin frumspekilega hefð sem hann telur veruspeki sína sigrast á sé „frumspeki nærveru" („Metaphysik der Prásenz"). Heimspekingarnir vildu komast til botns í og þannig ná taki á ver- unni með því að líta á hana sem eitthvað sem hægt er að hug-taka, skilgreina og gera að viðfangi hkt og hlut. Heidegger og Nietzsche eru samtaka um að streitast á móti hinni frumspekilegu hneigð til að skilgreina til hlítar hin frumspekilegu grunnsannindi. Megintilgangur Heideggers er einmitt að sporna gegn því að skilgreina veruna á hátt sem gerir hana að „nærveru". Hann gengur enn lengra en Nietzsche í þessa átt. Veran er eitthvað sem er meira en maðurinn og maðurinn fær aldrei hent reiður á né höndlað „nema sem brot og í böndum“ svo vitnað sé í gamla vísu.51 Þrátt fyrir þetta er Hei- degger mun bundnari hinni hefðbundnu frumspekihefð en Nietzsche. Astæðan er sú að það er ein spurning öðrum fremur sem er leiðandi í hinni heideggersku heimspeki og það er hin frumspekilega spurn um merkingu eða tilgang verunnar („Sinn des Seins“). Veran er hinsta viðmið merkingar og sannleika þótt hún sé sjálf óhöndlanleg og verði ekki frekar sundurgreind. Ni- etzsche og Derrida aftur á móti standast þessa frumspekilegu freistingu. Þeir gera ekki „konuna" eða „Baubo“ að hinsta viðmiði sannleika, merkingar eða tilgangs, jafnvel þótt Baubo sé tákngervingur díonýsísks sannleika um lífið. Díonýsísk frumspeki lífs og dauða Hinn díonýsíski sannleikur um lífið og „ekki-sannleikur sannleika“ skapa spennu í hugmyndum Nietzsches um heimspekinga framtíðarinnar. Annars vegar á heimspeki framtíðar að vera listræn og heimspekingar að vera lista- menn sem skapa „sannleika." Hins vegar halda heimspekingar áfram að leita þekkingar á lögmálum lífsins og eru þess vegna reknir áfram af sannleiksvilj- anum jafnvel þótt þeir séu meðvitaðir um að óyggjandi sannleika sé ekki að finna. Þessi togstreita milli listar og heimspeki kemur gleggst fram í síðustu Martin Heidegger, Identitát und Dijferenz, Píullingen: Neske, 1957. Manninum ber að opna sig fyrir þessari veru vilji hann skynja undur lífsins. Veran er sveipuð slíkri duluð í heimspeki Heideggers að veruhugsun hans fær á köflum á sig svipmót neikvæðrar guðfræði. Heimspeki Heideggers er guðlaus, en það jaðrar við að veran sé einhvers konar uppbót fyrir guð. 50 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.