Hugur - 01.06.2004, Page 106
104
Sigríður Þorgeirsdóttir
undan tvíhyggju kynjanna standi í vegi fyrir að túlka heimspeki hans sem um-
snúinn platonisma á þann hátt sem Heidegger gerði. Veruheimspeki Hei-
deggers sjálfs stendur aftur á móti mun nær frumspekihefðinni en heimspeki
Nietzsches nokkurn tíma gerir. Derrida getur reynst hjálplegur við að sýna
fram á það vegna þess að hann túlkar aðalviðfangsefni heideggersku heim-
spekinnar, hið grundvaUar verufræðilega hugtak verunnar með hliðsjón af
myndhverfmgu konunnar. Hann fuUyrðir að veran verði, líkt og myndhverf-
ing konunnar segir til um, að vera skilinn sem mismunur og ekki sem sam-
semd, þ.e. það sé ekki hægt að ákvarða með einhlítum hætti þá eiginleika sem
gera veru að veru. Heidegger reyndi í bók sinni Samsemd og mismunur að veij-
ast hinni hefðbundnu frumspekilegu hvöt að skilgreina veru sem hið „eina“
og hið „sama“.50 Heidegger heldur því fram að hin frumspekilega hefð sem
hann telur veruspeki sína sigrast á sé „frumspeki nærveru" („Metaphysik der
Prásenz"). Heimspekingarnir vildu komast til botns í og þannig ná taki á ver-
unni með því að líta á hana sem eitthvað sem hægt er að hug-taka, skilgreina
og gera að viðfangi hkt og hlut. Heidegger og Nietzsche eru samtaka um að
streitast á móti hinni frumspekilegu hneigð til að skilgreina til hlítar hin
frumspekilegu grunnsannindi. Megintilgangur Heideggers er einmitt að
sporna gegn því að skilgreina veruna á hátt sem gerir hana að „nærveru".
Hann gengur enn lengra en Nietzsche í þessa átt. Veran er eitthvað sem er
meira en maðurinn og maðurinn fær aldrei hent reiður á né höndlað „nema
sem brot og í böndum“ svo vitnað sé í gamla vísu.51 Þrátt fyrir þetta er Hei-
degger mun bundnari hinni hefðbundnu frumspekihefð en Nietzsche.
Astæðan er sú að það er ein spurning öðrum fremur sem er leiðandi í hinni
heideggersku heimspeki og það er hin frumspekilega spurn um merkingu eða
tilgang verunnar („Sinn des Seins“). Veran er hinsta viðmið merkingar og
sannleika þótt hún sé sjálf óhöndlanleg og verði ekki frekar sundurgreind. Ni-
etzsche og Derrida aftur á móti standast þessa frumspekilegu freistingu. Þeir
gera ekki „konuna" eða „Baubo“ að hinsta viðmiði sannleika, merkingar eða
tilgangs, jafnvel þótt Baubo sé tákngervingur díonýsísks sannleika um lífið.
Díonýsísk frumspeki lífs og dauða
Hinn díonýsíski sannleikur um lífið og „ekki-sannleikur sannleika“ skapa
spennu í hugmyndum Nietzsches um heimspekinga framtíðarinnar. Annars
vegar á heimspeki framtíðar að vera listræn og heimspekingar að vera lista-
menn sem skapa „sannleika." Hins vegar halda heimspekingar áfram að leita
þekkingar á lögmálum lífsins og eru þess vegna reknir áfram af sannleiksvilj-
anum jafnvel þótt þeir séu meðvitaðir um að óyggjandi sannleika sé ekki að
finna. Þessi togstreita milli listar og heimspeki kemur gleggst fram í síðustu
Martin Heidegger, Identitát und Dijferenz, Píullingen: Neske, 1957.
Manninum ber að opna sig fyrir þessari veru vilji hann skynja undur lífsins. Veran er sveipuð slíkri
duluð í heimspeki Heideggers að veruhugsun hans fær á köflum á sig svipmót neikvæðrar guðfræði.
Heimspeki Heideggers er guðlaus, en það jaðrar við að veran sé einhvers konar uppbót fyrir guð.
50
51