Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 112
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 110-119
Pierre Hadot
Heimspeki sem lífsmáti
Hvort heldur Grikkir eða barbarar, allir sem leggja stund á spekt}
sem lifa á vammlausan og óaðfinnanlegan hátt en þola hvorki rang-
indi né beita þeim, forðast samskipti við lævísan lýðinn og formæla
þeim stöðum þar sem hann heldur sig: dómstólum, ráðum, torgum,
öllum samkomum og samansöfnuðum óupplýsts lýðs. Þar eð þeir
sækjast eftir því að lifa í friði og ró virða peir náttúruna fyrir sér og
allt sem hún hefur að geyma. Þeir kanna gaumgæfilega jörðina, haf-
ið, loftið, himininn og það sem í honum býr. Með huganum fylgja
þeir tunglinu, sólinni og hreyfingum hinna himinhnattanna, reiki-
stjarna sem og fastastjarna. Með fæturna á jörðinni ljá þeir sáhnni
vængi svo hún geti tekist á loft og virt fyrir sér þau öfl sem drottna
í háloftunum, eins og hæfir sönnum heimsborgurum. Þeir líta á heim-
inn sem borgríki sitt og fylgismenn spektarinnar sem samborgara
sína þar eð þeir hafa þegið borgararéttindi sín frá dygðinni, er hefur
verið falið það hlutverk að veita alheiminum forsæti. Uppfullir af
ágæti er þeim því orðið tamt að hirða ekki um líkamleg eða utanað-
komandi mein. Þeir láta sig engu skipta það sem engu skiptir og eru
vígbúnir gegn löngunum og þrám, ávallt kappsfullir um að hefja sig
yfir ástríðurnar [...] Undan mótbyr örlaganna víkja þeir hvergi því
þeir hafa þegar gert ráð fyrir aðförum þeirra. Jafnvel hinir þungbær-
ustu atburðir sem eiga sér stað gegn vilja okkar verða þolanlegri þeg-
ar við höfum séð þá fyrir og hugsunin finnur ekkert óvænt í þeim
heldur deyfir upplifunina af þeim sem værum við löngu kunnug og
alvön þeim. Það segir sig sjálft að fyrir slíkum mönnum sem finna í
dygðinni gleði er lífið allt hátíð ein.
Vitaskuld mynda slíkir menn aðeins lítinn hóp, glóðarmola spekt-
arinnar í borgunum, svo slokkni ekki með öllu á dygðinni og mann-
kynið verði ekki svipt henni.
Hefðu menn alls staðar viðhorf þessa litla hóps, ef úr þeim yrði
það sem náttúran ætlar þeim, vammlausir og óaðfinnanlegir ástmenn
spektarinnar, sem gleðjast yfir hinu góða vegna þess sjálfs og líta á
1
[Spekt: 1. rósemd, kyrrlæti, stilling; 2. viska, speki (íslensk orðabók).]