Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 178
ijG
Gil/es Deleuze
til efnafræðinnar, það er að segja vísindanna um mótefni og eitur, þá verður
að vara sig á orðinu lögmál vegna þess að það hefur siðferðilegan keim.
Vandalaust er hins vegar að greina á milli sviðs hinna eilífu sanninda nátt-
úrunnar annars vegar og stofnanabundinna siðferðislögmála hins vegar, til
dæmis með tilvísun til afleiðinga þeirra. Tökum vitundina (eða samviskuna)
á orðinu: siðferðislögmálið er skylda, eina afleiðing þess og eini tilganguf
þess er hlýðnin. Vera má að hlýðnin sé ómissandi í ákveðnum tilvikum, vera
má að boðorðin séu reist á traustum grunni. Málið snýst ekki um það. Lög'
málið, hvort heldur siðferðilegt eða félagslegt, færir okkur enga þekkingu,
það kynnir ekkert fyrir okkur. I versta falli kemur það í veg fyrir að þekking
verði til (lögmál harðstjórans). I besta falli býr það í haginn fyrir þekkinguna
og opnar möguleikann á henni (lögmál Abrahams eða Krists). Milli þessara
öfga þjónar lögmálið því hlutverki að bæta upp fyrir þekkingarskort meðal
þeirra sem ekki eru þess umkomnir að öðlast þekkingu vegna þess hvernig
tilvist þeirra er háttað (lögmál Móse). Hvernig sem á þetta er litið er hvar'
vetna að verki náttúrulegur greinarmunur á þekkingu og siðferði, á sam'
bandinu „boðorð“-„hlýðni“ annars vegar og sambandinu „hið þekkta“-„þekk'
ing“ hins vegar. Samkvæmt Spinoza verður það sem er átakanlegt og
skaðsamlegt við guðfræðina ekki rakið til yfirvegunarinnar, heldur stafar það
af því ráðaleysi og meðfylgjandi aðgerðaleysi sem hún veldur hjá okkur vegna
togstreitu þessara tveggja sviða (þekkingar og siðferðis). Hvað sem öðru líð'
ur lítur guðfræðin svo á að það sem stendur í Heilagri ritningu láti í te
grundvöll að þekkingu, eins þótt gert sé ráð fyrir því að þekkingu þessa eig1
að leiða fram með skynsamlegum rökum, eða jafnvel að beita eigi skynsem'
inni til að staðfæra og umrita þennan grunn: þaðan kemur tilgátan um sið'
ferðilegan Guð sem einnig væri skapandi og handan verunnar. Við sjáum að
þarna er á ferðinni ákveðinn ruglingur sem verður gjörvallri verufræðirm1
fjötur um fót: sagan af langlíjri villu þar sem boðorðinu er ruglað saman vu
hluti sem öðlast má skilnjng á, hlýðninni við sjálfa þekkinguna, og verunfl1
við valdboð. Lögmálið er ætíð fyrirbrigði handan verunnar sem ákvarða1
andstæðu gildanna gott-illt, en þekkingin er ætíð íverandi máttur sem
ákvarðar eigindlegan greinarmun tilvistarháttanna gott-slæmt.
III. Dregið úr gildi allra „tregafullra kennda“ (gleðinni i
hag): guðleysinginn Spinoza
Væri það svo að siðfræðin og siðferðið létu sér nægja ágreining um túlkam1
á sömu forskriftunum, þá væri greinarmunur þeirra aðeins kennilegs eðHs-
En því fer fjarri. í verkum sínum þreytist Spinoza ekki á að úthrópa þreims
konar manngerðir: þann sem er undirlagður tregafullum kenndum; þanl1
sem gerir sér mat úr slíkum kenndum og byggir styrk sinn á þeim; og þaIin
sem er fullur trega yfir hlutskipti mannanna og yfir því sem á manninn
lagt almennt talað (vera má að hann beiti fyrir sig háði jafnt sem vanþók’1