Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 276
274
Ritdómar
inngang um ævi og störf höfundar, hug-
myndir hans og stöðu í fræðasögunni.
Það er líka vel til fundið að bæta við
stuttri samantekt um náttúruréttarum-
ræðu síðustu áratuga og endurskoðun,
einkum rit breskra heimspekinga eins og
John Finnis, en Garðar hefur verið helsti
boðberi nýskoðunar á náttúrurétti hér-
lendis í rúma tvo áratugi. Framsetning
alls þessa efnis er til fyrirmyndar og eyk-
ur gildi lærdómsritsins töluvert.
Kristrún Heimisdóttir
Æðsta lögmál frelsisins
Immanuel Kant: Grundvöllur að frum-
speki siðlegrar breytni. Hið íslenska bók-
menntafélag, Reykjavík 2003. 235 bls.
Loksins er út komið heilt rit eftir Imm-
anuel Kant í íslenskri þýðingu. Ritinu
má með réttu lýsa sem „óumdeilanlega
[...] ei[nu] af djásnum vestrænnar heim-
speki“ (227) og hefur það, ásamt
Gagnrýni verklegrar skynsemi, mótað sið-
fræðiumræðu undanfarinna tveggja alda
með einarðri forskriftarhyggju (normat-
ífisma) í andstöðu við svonefndar leiks-
lokakenningar um siðlega breytni.
Heimspekinemar hafa lengi verið látnir
lesa enska þýðingu þess í inngangsnám-
skeiði í siðfræði við Hl og þýðing þess
var því þarft verk. Heiðurinn að því á
Guðmundur Heiðar Frímannsson sem
fylgir þýðingu sinni úr hlaði með 80
síðna inngangi um samtíð Kants og um-
hverfi, ævi hans og verk.
Ekki er ástæða til að endursegja efni
Grundvallar aðfrumspeki siðlegrar breytni
(hér eftir Grundvöllur) enda býr inn-
gangurinn lesandann vel undir viður-
eignina við verkið. Kant kynnir í því
kenningu sína um hið skilyrðislausa
skylduboð og færir rök fyrir kostum þess
yfir aðra siðfræðilega mælikvarða og
skýrir einnig hugmyndina um ríki mark-
miðanna. I lokahlutanum leitast hann
við að draga úr þeirri mótsögn sem virð-
ist gilda milli frelsis skynsemisvera og
heims náttúrulögmála sem þær búa í.
Lesandi sem býst við að fá hér framreitt
líflaust hugtakakerfi undrast líkast til
þann klifandi sannfæringarkraft sem
einkennir allt verkið. Hér er greinilega á
ferðinni höfundur sem leggur sig í líma
við að skýra nýstárlega kenningu sína á
sem nákvæmastan og auðsæjastan hátt.
Athygli mín mun á þessum síðum hins
vegar beinast að útgáfii bókarinnar.
Inngangurinn er sennilega ýtarlegasta
yfirlit yflr ævi og persónu Kants sem má
finna á íslensku og ætti það að geta leið-
rétt þá mynd sem margir hafa af h'fi
hans sem einstaklega sviplausu. Með
ýmislegt var ég þó óánægður, hvort sem
það voru túlkunaratriði eða hugtak-
anotkun: 1) „Guðréttu" skilur höfundur
sem ,,röksemd[ir] um tilvist Guðs sem
byggðust á skynsamlegum rannsóknum
og röksemdum og tilteknum staðreynd-
um um heiminn“ (39). Þetta tvennt má
ekki leggja að jöfnu því guðrétta (eða
„guðsvörn") er ekki sönnun fyrir tilvist
Guðs heldur réttlæting þess að alfull-
komin, algóð og almáttug vera hafi
skapað ófullkominn heim. 2) Að ræða
um mismunandi Eystrasaltslönd á 18.
öld er misvísandi: Þegar um háskólann í
Kóngsbergi er ritað að „hann sóttu nem-
endur frá Litháen, Lettlandi, Póllandi
og öðrum nálægum löndum ásamt
Prússum sjálfum" (20) er þ.m. gefið í
skyn að Lettland og Litháen hafi verið
til sem ríki utan Prússlands og Rúss-
lands en svo var ekki. Eins er Grund-
völlur sagður hafa fyrst komið út „í Ríga
í Lettlandi“ (35). 3) Því er haldið fram
að Prússakóngur hafi beitt heittrúar-
stefnu í pólitískum tilgangi frá og með
1713 (15). Það var þó þegar árið 1691,
ekki síst til að draga úr andstöðu í sam-
félaginu við kalvínisma, trú Hohenzoll-
ern-ættarinnar sem ríkti yfir Prússlandi,
því heittrúarmenn vildu sefa trúardeilur
milli kalvínista og lúterstrúarmanna. Því
er réttara að segja lúterskan rétttrúnað
hafa verið í andstöðu við heittrúarstefnu
en öfugt. 4) Eg er ekki viss um að Kant-
fræðingar fallist á það í dag að eitt af
síðustu verkum Kants, Frumspeki sið-
legrar breytni (Metaphysik der Sitten),