Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 180
i78
Gilles Deleuze
fyrir að hegða sér vel“.29 Spinoza er ekki í hópi þeirra sem telja tregafullar
kenndir góðar að vissu marki. Löngu fyrir daga Nietzsches fordæmir hann
hvers kyns falshugmyndir um hfið, öll þau gildi sem við höfum til marks
þegar við gerum lítið úr lífinu: við lifum ekki, líf okkar er ekkert annað en
þykjustuleikur, við hugsum ekki um annað en að komast hjá því að deyja, og
gjörvallt líf okkar er ekkert annað en tilbeiðsla dauðans.
Þessi gagnrýni á tregafúllar kenndir stendur djúpum rótum í kenningunni
um hrif. Einstaklingur er fyrst og fremst einstök eðlisvera, það er að segja
ákveðið magn máttar. Þessari eðlisveru samsvarar tiltekið kennisamband; til
máttarmagnsins svarar ákveðið næmi gagnvart hrifum. Kennisambandið
myndar heild úr hlutunum, og hrifnæmið tekur án afláts við hrifum í sama
mæli og því er unnt. Þannig er ekki rétt að skilgreina dýr með tilvísun tn
óhlutbundinna hugtaka á borð við ættkvísl og tegund heldur ber að gera það
með tilvísun til hrifnæmis þeirra, með því að vísa til þeirra hrifa sem þau eru
fær um að taka við, með skírskotun til þeirrar örvunar sem þau geta brugð'
ist við eftir því sem máttur þeirra leyfir. I vangaveltum um ættkvíslir og teg'
undir felast leifar af „siðferði"; en Siðfrœðin er á hinn bóginn aiferlisfrœði
\_éthologie\ sem gerir hrifnæmið eitt að viðfangsefni sínu, í hverju einstöku
tilviki, hvort sem um er að ræða dýr eða menn. Hvað atferlisfræði mannsins
viðvíkur þá snýst málið einmitt um að greina á milli tvenns konar hri&:
gjörða annars vegar, sem skýrast af eðli einstaklingins sem fyrir hrifunum
verður og eiga rætur í eðlisveru hans; og kennda hins vegar, sem skýrast af
einhverju öðru og koma utan frá. Hrifnæmið tekur þannig á sig mynd að'
gerðamáttar þegar um virk hrif er að ræða, og mynd polmáttar þegar kennd'
ir eru á ferðinni. Fyrir tiltekinn einstakling, það er að segja fyrir tiltekið
máttarmagn sem gert er ráð fyrir að sé fasti innan ákveðinna marka, er hrif'
næmið einnig fasti innan sömu marka, en aðgerðamátturinn og þolmáttut'
inn geta tekið miklum breytingum í öfugu innbyrðis hlutfalli.
Ekki nægir að greina á milli gjörða og kennda, heldur verður jafnframt a
greina í sundur tvenns konar kenndir. Óllum kenndum er eiginlegt að }'fir
fylla hrifnæmi okkar og skilja okkur jafnframt frá aðgerðamætti okkar, halð*1
okkur aðgreindum frá honum. En þegar fyrir okkur verður ytri líkami sei11
ekki hæfir líkama okkar (það er að segja, samband hans rennur ekki sarru111
við samband okkar), þá er engu líkara en að máttur þessa líkama snúist gefr’’
mætti okkar og verki á hann eins og frádráttur eða árátta: þá segja menn a
aðgerðamáttur okkar hafi minnkað eða að komið hafi verið í veg fyrir han11’
og að kenndirnar sem þá vakna séu af meiði tregans. Þegar fyrir okkur ver
ur á hinn bóginn líkami sem hæfir eðli okkar, og er þannig gerður að sam
band hans rennur saman við samband okkar, þá er sagt að máttur hans legS
ist við mátt okkar: þá eru kenndirnar sem hrífa okkur af meiði gleðinnar °o
aðgerðamáttur okkar eykst eða eflist. Gleði þessi er réttnefnd kennd vegfy
þess að hún á sér ytri orsök; við erum þá enn sem fyrr aðgreind frá aðgef
mætti okkar, við ráðum ekki formlega yfir honum. Aðgerðamátturinn ey1
29
Ritgerð um stjórnmál, X:8.