Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 73
Ahugi fáeinna Islendinga á heimspeki
71
um og Sálarrannsóknafélaginu. En það eina sem munaði um í heimspeki-
áhuga á Islandi um miðja öldina var marxisminn. Hjá Asgeiri Blöndal
Magnússyni sem hafði skrifað bók um hann,24 hjá Birni Franzsyni, sem
samdi Efnisheiminn og deildi við Sigurð Nordal um líf og dauða,25 hjá
Brynjólfi Bjarnasyni sem var nýbyrjaður að birta heimspeki sína á bókum.26
Þjóðviljinn hafði um skeið fastan dálk um díalektíska efnishyggju. Ég kom
einu sinni á sellufund til Ásgeirs Blöndal í Tjarnargötu 20, flokksheimili
Sameiningarflokks alþýðu, og reyndi að standa uppi í hárinu á honum um
frummyndakenninguna sem ég vissi náttúrlega allt um úr Gátum heimspek-
innar. En annars lét ég mér nægja að lesa þessa karla. Eitt af mörgu eftir-
tektarverðu um þá alla var að þeir höfðu miklu meiri áhuga á hinum hinztu
rökum en á nokkrum þjóðfélagsmálum. Meira að segja Brynjólfur sem var
þó stjórnmálamaður að ævistarfi: flokksforingi í áratugi, alþingismaður og
ráðherra. I heimspekibókum hans sér þess naumast stað.
Eg átti eftir að kynnast Brynjólfi allvel. Hann nefndi ekki stjórnmálin,
starfsmálin né heimsmálin í mín eyru. Nema einu sinni. Þá höfðum við far-
ið í Stjörnubíó og séð A Man forAll Seasons, stórmynd um ævi og dauða heil-
ags Tómasar More. Með hlutverk dýrlingsins fór Paul Scofield. Orson
Welles lék Wolsey kardínála ef ég man rétt.
Myndin snart Brynjólf djúpt. Eg hafði aldrei séð hann snortinn fyrr. Hann
keyrði mig heim, og í jeppanum á leiðinni og fyrir utan húsið heima hjá mér
talaði hann um hlutskipti píslarvotta og byltingarhetja af ríkri innlifun. Ég
sagði fátt. Til þess tíma vorum við kunningjar. Eftir þetta fannst mér að við
værum vinir.
§11 Guð í syndinni
Eftir að heimspekin nam land á íslandi fyrir hundrað árum komu hin hinztu
rök, sem hún reynir að skilja, miklu víðar við sögu en hjá Einari Ben eða hjá
guðspekingum og marxistum. I íslenzkum aðli segir Þórbergur svo frá sumr-
inu 1912:
Einar H. Kvaran hafði þá nýlega slöngvað út spakmæh í einni af sög-
um sínum, sem læsti sig um allar byggðir landsins eins og kidandi
danslag: „Guð er h'ka í syndinni.“ Hingað til hafði flekklaus almúg-
inn gert sér að góðu að skipta tilverunni í tvö hólf eins og atkvæða-
kassa í góðtemplarastúku ... Flekklaust líferni var frá Guði, syndin
frá Djöflinum. Þar með klappað og klárt. Þetta var svo óbrotin til-
24
25
26
Ásgeir Blöndal Magnússon: Marxisminn: Nokkurfrumdrög, Heimskringla, Reykjavík 1937.
Björn Franzson: Efrisheimurinn, Mál og menning, Reykjavík 1938. Umsögn Björns um Líf og dauða
Sigurðar birtist í Tímariti Mdls og menningar 3. hefti 1940, 237-243. Svar Sigurðar birtist í næsta
hefti Tímaritsins, 1. hefti 1941,46-65 og síðar sem bókarauki við Lifogdauða íAfóngum I, Helgafell,
Reykjavík 1943. í ritsafni Sigurðar, þeirri deild sem heitir List og lifsskoðun III, Almenna bókafélag-
ið, Reykjavík 1987, stendur ritgerðin á 139-156.
Fom og ný vandamdl komu út hjá Heimskringlu í Reykjavík 1954.