Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 184
i82
Guðfriður Lilja Grétarsdóttir
I. Eiginleikar mannsins og leiðin tilfrelsis
Þrátt fyrir að hafa verið lýst sem hættulegum guðleysingja á sínum tíma eru
hugsanir Spinoza gegnsýrðar hugsunum um Guð og leitinni eftir því að
komast nær Guði. Spinoza er með orðum Lévinas „ölvaður af hinu guðdóm-
lega“, en neitar því jafnframt alfarið að Guð sé einhvers konar vera eða afl
með mannleg einkenni á borð við ást, hlýju eða fyrirgefningu. Hann segir
slíka persónugervingu á Guði vera hlálega afurð mannlegs ímyndunarafls. I
huga Spinoza er Guð orsakakeðja náttúrunnar, Guð er náttúran.7 Þekking á
náttúrunni er rökvís þekking á orsakakeðju alls sem er, þekking sem færir
okkur þrep fyrir þrep til dýpri skilnings á sannleikanum og þar með á Guði.
Maðurinn er einungis lítill hluti þessarar keðju og hefur engan meiri tilgang
en aðrir hlutar eða verur náttúrunnar.8 Til að öðlast skilning á náttúrunni og
komast nær Guði er það mannsins fyrsta verk að öðlast dýpri skilning á sjálf-
um sér. Grunnur slíks skilnings er að horfast í augu við flókið tilfinningalíf
eigin sjálfs og þá staðreynd að manneskjan getur aldrei losnað við ástríður
sínar. Með auknum sjálfsskilningi má hins vegar umbreyta tilfinningum sín-
um og virkja ímyndunaraflið til góðs.
Eðliseinkenni mannsins og það sem skilgreinir tilvist hans er, að mati
Spinoza, conatus. Conatus okkar er viðleitni til að vera áfram til, auka mátt
okkar til þessa viðhalds og auka á forskot okkar.9 Þessi kappkostun liggur
eðli10 okkar til grundvallar og rekur okkur til að elta hvaðeina sem við telj-
um að muni efla okkur og vernda veru okkar í heiminum. Meginbirtingar-
mynd conatusms eru langanir okkar „og þannig tilheyrir það eðli okkar að
bregðast við heiminum með löngunum, til að viðhalda mætti okkar."11 At-
höfnum okkar er ýtt úr vör og haldið á floti af löngunum okkar, en yfirleitt
störfum við algjörlega óvitandi um orsakirnar sem í raun ákvarða okkur í
löngunum og athöfnum.
Spinoza gerir mikilvægan greinarmun á þeim gerðum orsaka sem við sjá-
um að ráða gjörðum okkar. Greinarmuninn má að nokkru skilja með þekk-
ingarfræðilegum hugtökum hans um nægilegar og ónægilegar hugmyndir.
Fullnægjandi hugmyndir, hugmyndir sem eru sannar og fullkomnar, má
skilja að öllu leyti fyrir tilstilli þeirra sjálfra. Því fleiri nægilegar hugmyndir
sem við öðlumst, því betur skiljum við eðh huga okkar, conatusinn okkar.
7 Hugmyndir Spinoza í þessum efnum eru að ýmsu leyti tengdar hugmyndaheimi stóumanna, sjá Sus-
an James, „Spinoza the Stoic“,T. Sorrell (ritstj.), The Rise ofModern Philosophy (Oxford 1993). Kenn-
ingar Spinoza um Guð eru afar flóknar og efni í margar bækur, sjá m.a. Richard Mason, The God of
Spinoza:A Philosophical Study (Cambridge: Cambridge University Press, 1997). Sú mynd sem hér er
sett fram er augljóslega afar einfölduð.
8 Þar sem náttúran er Guð, og við erum hluti náttúrunnar, býr það guðlega líka í okkur sjálfum. Spin-
oza neitar allri markhyggju og hafnar því að maðurinn lifi í einhverjum sérstökum tilgangi. Maður-
inn getur komist nær Guði með því að öðlast dýpri skilning á náttúrunni og þar með á sjálfum sér,
sjá EIIP3 og EIIIP5.
9 Samkvæmt Spinoza er þessi viðleitni eðliseinkenni alls sem til er í heiminum, lífs og efnis. Manneskj-
ur eru „einkunn“ Guðs, aðeins hlekkur í íverandi orsakakeðju náttúrunnar. Þegar þessi viðleitni „er
tengd huganum og líkamanum nefnum við hana lyst,“ (EIIIP9) - lyst inniheldur alla þá hæfni til
sjálfsviðhalds sem gerir okkur að einstaklingunum sem við erum, það sem tilheyrir bæði einkunn
hugsunar og rúmtaks. Þá er löngun „lyst ásamt meðvitund um hana“ (EIIlP9Schol.; IlPll).