Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 259
Millifœrslur og milliverur
257
þeim anda langar mig að nálgast bókina Heimspeki verðandinnar: Rísóm, sifj-
ar og innreett siðfræði, í ritstjórn Geirs Svanssonar, með því að draga upp
nokkur lestrarkort.
„Rísóm“ eftir Deleuze og Guattari þjónar hlutverki inngangs, aðferða-
fræðilegrar yfirlýsingar, og ögrunar til lesandans í samstarfsritinu Þúsund
flekar (1980),3 en var fyrst gefin út í sjálfstæðu kveri árið 1976 sem þýtt hef-
ur verið á nokkur tungumál.4 Það eru því fordæmi fyrir þessari sjálfstæðu
birtingu hennar í íslenskri þýðingu Hjörleifs Finnssonar, en óvenjulegra er
að í Heimspeki verðandinnar birtist hún við hlið ritgerðarinnar „Hvers er Ni-
etzsche megnugur?" eftir Hjörleif og Davíð Kristinsson. Þar eð sá síðar-
nefndi er ritstjóri Hugar, og töluvert hefur þegar verið skrifað um ritgerð
Hjörleifs og Davíðs að undanförnu, oft af nokkrum skaphita, þá æda ég að
mestu að halda mig við „Rísóm“ í þessari grein. Eg hef lidu við fyrrnefndar
ritdeilur að bæta, og mér sýnast þær jafnvel markast af ákveðinni feimni við
þennan framandi texta sem fer á undan grein Hjörleifs og Davíðs.5 6
Framandi tónn
Það er auðvelt að hæðast að Deleuze og Guattari, sérstaklega tilhneigingu
þeirra til að draga stundum það sem sagt hefur verið á fyrri blaðsíðum sam-
an í fjarstæðukennd fyrirmæli. Svo tekið sé umtalað dæmi: „Verðið Bleiki
pardusinn og þið munið elska hvort annað eins og vespa og brönugras, kött-
ur og bavíani" (HV, 57). Það má deila um það hversu skemmtilegt eða þreyt-
andi þetta stílbragð er hér, sem og í And-Ödipusft (1972) og Þúsundflekum
(t.d. finnst mér sjálfum það oft pirrandi), en það er einskær leti að afskrifa
höfundana þar með sem rugludalla.7 Þessi fjarstæðukenndi húmor, orðaleik-
ir og vísanirnar fjölmörgu sem einkenna stíl Deleuze og Guattari hljóta að
gera þýðendum erfitt fyrir. Því er það ánægjulegt að sjá að Hjörleifur nær í
þessari þýðingu undir ritstjórn Geirs Svanssonar að fanga leikgleðina og
húmorinn á íslensku sem er óneitanlega framandi (frá titlinum sjálfum og
niður úr) en þó ekki tyrfnari en frumtextinn gefur tilefni til. Hér er því fag-
mannlega staðið að verki. Geir er reyndur þýðandi, og af gæðum textans er
það ljóst að samstarf hans og Hjörleifs hefur skilað góðum árangri.
3 Mille Plateaux: Capitalisme et schizophrénie II, París: Minuit, 1980; A Thousand Plateaus: Capitalism
and Schizophrenia II, þýð. Brian Massumi, Minneapolis: University of Minnesota Press, 1987.
4 Rhizome: Introduction, París: Minuit, 1976; Rhizome. Introduction, þýð. Paul Foss og Paul Patton, Id-
eology and Comciousness 8 (vor 1981).
5 Stutt grein Skúla Sigurðssonar, „Það er allt á floti aUsstaðarM, á vefsíðunni heimspeki.is er lofsverð
undantekning frá þessu.
6 L'Anti-Œdipe: Capitalisme et schizophrénie I, París: Minuit, 1972; Anti-Oedipus: Capitalism and Schiz-
ophrenia I, þýð. Robert Hurley, New York: Viking, 1977 (Foucault ritar inngang).
7 Svo mörg dæmi um þessa „rugludöllun" Deleuze og Guattari eru til að það tekur því vart að nefna
nöfn, en mest áberandi dæmið á frönskum og enskum vettvangi er bók Alan D. Sokal og Jean Bric-
mont, Impostures intellectuelles, París: O. Jacob, 1997; Fashionable Nonsense: Postmodem Intellectuals'
Abuse of Science, New York: Picador, 1998. Brian Massumi ritaði svargrein við ásökunum þeirra, „Too-
Blue: Colour-Patch for an Extended Empiricism", Cultural Studies 14: 2 (apríl 2000): 177-226.