Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 193
Takmörk rökvísinnar
191
Hver er lífæð þessara tengsla og hvaðan hafa þau óviðjafnanlegan styrk
sinn? Krafturinn sem viðheldur þessum vináttulíkama er sameiginlegur
ásetningur mannanna tveggja sem stofna til hans. Öðru fremur er það hið
sameiginlega markmið þeirra að leita sannleika, sem báðir meta meira en
nokkuð annað, sem bindur þá í óleysanlegt bandalag. Þetta bandalag, eins og
Spinoza tjáir það í tilvitnuninni að ofan, er dýnamískt: mennirnir sameinast
í ástinni sem báðir hafa á sannleika, og þessi sameiginlega ást þýðir um leið
að þeir elska hvor annan. Raunar er það aðeins sannleikur, ástin á honum og
ástin milli þeirra sem leita hans, sem yfirstígur og sameinar „hin óh'ku sjón-
armið og hinar óh'ku skapgerðir" þeirra. Það er sameiningarafl milli manna,
afl sem gerir þeim kleift að verða hver öðrum líkari í grundvallarásetningi
sínum og skapgerð, þrátt fyrir stopular ástríður þeirra.
Það kemur því ekki á óvart að „vinir ættu að deila öllum eigum sínum,
einkum andlegum eigum“.48 Hugsanir þeirra eru ekki einvörðungu þeirra
eigin, þar sem þeir leggja til eiginleika hvers annars. Með því að deila eigum
sínum með slíkum hætti verða þeir að sama skapi jafnari: þeir bæta upp fyr-
ir galla hver annars. Spinoza gerir vini sínum Henry Oldenburg þetta ljóst
þegar hann þakkar honum fyrir að hafa „verið fús að lækka sjálfan þig við að
auðga mig með gnægðum velvildar þinnar."49 Spinoza segist þannig upp-
skera ávexti vináttu þeirra, svo að segja, vera knúinn á hærra stig sálrænna
eigna gegnum félagsskap við vin sinn. Hin vitsmunalegu og ástúðlegu sam-
skipti sem eiga sér stað í tilskrifum þeirra á milli virðast bæta við skilning
Spinoza á sannleikanum. Þetta ferh er gagnkvæmt: eins og Spinoza þakkar
Oldenburg fyrir að deila með sér vitsmunalegum eignum sínum heitir hann
því að „hafi ég yfir nokkrum sálargáfum að búa mun ég fúslegast veita þér
tilkall til þeirra.“ Spinoza heitir því sömuleiðis að hlúa alúðlega að „náinni
vináttu“ þeirra og „rækta hana af eindrægni og kappi.“ Þar með viðurkennir
Spinoza að hve miklu leyti hann telur að viðhald slíkra tengsla krefjist virkr-
ar ástundunar og athugular ræktar. Hann gerir því skóna að tiltekinna gerða
hegðunar og mannasiða sé þörf til að viðhalda og rækta vináttu - það er ekki
hægt að láta hana ganga sinn gang, heldur þarfnast hún virks viðhalds. Ein-
tóm vitsmunaleg samskipti nægja ekki til að verða vinir - sálræn hneigð og
siðuð framkoma þurfa einnig að vera til staðar. Spinoza ýjar að þessari stað-
reynd þegar hann skrifar Oldenburg að þrátt fyrir að hann bjóði honum „sál-
argáfiir“ sínar „geri ég ekki ráð fyrir að þetta verði til þess að binda okkur
nánari böndum án íhlutunar gœsku fiinnar."50
Sendibréf Spinoza til þeirra manna sem hann nefndi vini sína gera marga
helstu þætti hugsjóna hans ljósa. Vinátta felur í sér gagnkvæma skuldbindingu
við leitina að sannleika, sameiginlega staðfestu í sky'nseminni við uppgötvun
48 Bréf til „hins göfuga og lærða" Mr. Henry Oldenburg, september 1661 (bréf II í Wolf, Correspond-
ence ofSpinoza, s. 75). Allar tilvitnanir í efnisgreininni koma úr þessu bréfi.
49 Vitaskuld dirfist maður að halda því fram að sannleikurinn hafi verið einmitt öfiigur, að Spinoza hafi
„lagt sig niður við“ að eiga samskipti við Oldenburg, en sú hugsjón um lærdóm sem Spinoza leggur
fram er upplýsandi um hugsun hans um hvernig vinir geta hermt hver eftir öðrum.
50 Bréf til „hins göfuga og lærða“ Mr. Henry Oldenburg, september 1661 (bréf II í Wolf, Correspond-
ence ofSpinoza, s. 75). Ahersla mín.