Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 23
Rökrœöan erprófsteinn skynseminnar'
21
hefur mótað hug þeirra og hjarta. Rökræða af þessu tagi er því ekki mögu-
leg nema siðmenningin hafi náð ákveðnu stigi. Þess vegna er líka mikilvægt
að siðfræðin greini ekki bara þá fræðilegu kröfu sem hin siðræna skynsemi
Kants felur í sér heldur jafnframt það samhengi sem bæði nærir hana og
kemur í veg fyrir að hún beri ávöxt.
Eg hef jafnan lagt áherslu á að ekki megi slíta siðferðilega rökræðu úr
þessu samhengi siðmenningar en jafnframt geri ég mér ljóst að félagssögu-
legur eða „narratívur" skilningur á viðfangsefninu nægir aldrei til að meta
siðferðilegt réttmæti. Þess vegna verður jafnan að tefla gagmýnni skynsemi
fram en í fullri meðvitund um þau takmörk sem henni eru sett sem fræði-
legri hugmynd. Þetta er mikilvæg áminning fyrir þá „kantísku" siðfræði sem
hafnar því að viðmiðanir um siðferðilegt réttmæti felist í „umhverfinu“ með
einhverjum hætti. Hér er því á ferðinni skapandi spenna í hinu tvíþætta
verkefni siðfræðinnar að ganga út frá siðferðilegri reynslu annars vegar og
hins vegar að meta réttmæti staðhæfinga með skynsamlegum rökum. Það er
hægt að ofmeta annan þáttinn á kostnað hins. Ég held að siðfræðileg grein-
ing heppnist best þegar hún tekur hæfilegt tillit til beggja þátta.
Siðfrœði í anda Kants er að mörgu leyti útópísk. Sem dœmi má nefna hugmynd-
ina um siðferðilegan jöfnuð. Þannigfelst t.d. í hinni siðfræðilegu hugmynd um
virðingu fyrir manneskjunni „sú hugsjón að mannleg samskipti eigi að einkenn-
ast af gagnkvæmri virðingu. Eg á ekki við virðingu sem við kunnum að auðsýna
fólki vegna stöðu sinnar eða afreka og erþví ávallt skilyrðum háð, heldurþá sem
okkur ber að sýna persónu án tillits til hlutverks, hæfileika, stöðu, aldurs, kyns,
kynþáttar eða afkasta. Þetta er því krafa um siðferðilegan jöfnuð“ (SLD 22).
,AUir eru jafnréttháir þegnar í siðferðilegu samfélagi" (B 329) sem er útópía
kantískrar siðfæði og tryggir„öllum jafna siðferðilega viðingu" (B 217). Hugsjón
slíkrar „óhlutdrægrar siðfræðilegrar skynsemi“ (HS 235) kristallast í hugmynd-
inni um réttlætisgyðjuna sem „á að vera blind áþað hver einstaklingurinn er “ (B
214). „Réttlæti krefstfullkominnar óhlutdrægni, enda skiptir engu hver á í hlut"
(SLD 24); „réttlætisgyðjan (sem oft ersýnd með bundiðfyrir augun) lætur sig[...]
tengsl einstaklinga engu skipta og dæmir í málum þeirra af kaldri óhlutdrægni.
Þessi óhlutdrægni er einmitt kjarninn iþví sem kallað hefur verið ,hið siðferði-
lega sjónarhorn'." (UR 106) Nú er víða gripið til réttlætisgyðjunnar í daglegu
lífr Þegar fiðluleikarar sækja um stöðu er t.d. stundum settur skilveggur milli
hljóðfæraleiks umsækjenda og dómara til að stuðla aðþví að matið ráðist affærni
hljóðfæraleikaranna en ekki af þáttum sem eru réttlætinu óviðkomandi, t.d.
áhyggjum af því að ráðning konu á barnseignaraldri gæti haft aukinn kostnað í
fór með sér fýrir viðkomandi tónlistarhús. En þótt það sé raunhæft að ímynda sér
að maður viti ekki hver hinn er sökum þess að maður er með „bundið fyrir aug-
un " vandast málið þegar þess er auk þess krafist í þágu réttlætisins að maður
ímyndi sér að maður viti ekki hver maður sjálfur er eða réttara sagt hver maður
verður, líkt og fávísisfeldur Rawls kveður á um. Þú nefnir varðandi sérhags-
munagæslu fávísisfeldarins „að þessi ,galdur' Rawls, eins og Þorsteinn Gylfason
hefur tekið til orða, knýi sáttargjörðarmenn til að lúta siðalögmálum Kants, því