Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 91
Kant með (eða á móti) Sade
89
vistarverkefni sínu: það er, gildru tilvistarspekilega stefsins um hina veru-
fræðilegu sekt sem loði við endanlega tilvist manneskjunnar sem slíka, og um
leið þá andstæðu gildru að „skella skuldinni á Hinn“ („þar eð Undirmeðvit-
undin er orðræða Hins, þá er ég ekki ábyrgur fyrir myndunum hennar, það
er stóri Hinn sem talar gegnum mig, ég er aðeins tól í höndum hans
Lacan bendir sjálfiir á leið út úr þessari pattstöðu, er hann vísar á heimspeki
Kants sem lykilatriði í forsögu sálgreiningarsiðfræði um skylduna „handan
hins Góða“. Samkvæmt staðalgagnrýni fals-Hegehsta mistekst allsherjarsið-
fræði skilyrðislausa skylduboðsins hjá Kant að taka til greina hinar áþreifan-
Lgu sögulegu kringumstæður sem umlykja sjálfsveruna, og sem veitir hið
ákveðna innihald hins Góða: það sem fari fram hjá kantískri formhyggju sé
hið sögulega ávarðaða tiltekna Inntak siðferðilegs lífs. Hins vegar má mæta
þessari aðfinnslu með því að staðhæfa að hinn einstaki styrkur kantískrar sið-
fræði sé einmitt fólginn í þessari formlegu óræðni: siðalögmálið segir mér
ekki hver skylda mín er, það segir mér bara að ég ætti að framfylgja skyldu
^iinni; með öðrum orðum er ekki mögulegt að leiða hinar áþreifanlegu leið-
‘irlínur sem ég á að fylgja í mínum sérstöku kringumstæðum, af Siðalögmál-
®u sjálfu — sem þýðir að sjálfsveran sjálfþarf að takast á hendur ábyrgð fyrir að
'þýða"þessa sértœku tilskipun siðalögmálsins í röð áþreifanlegra skyldna. í ein-
^rutt þessum skilningi er manns freistað að hætta á hliðstæðu við rit Kants,
Gagnrýni dómgreindarinnar. hin áþreifanlega framsetning afmarkaðrar sið-
ferðilegrar skyldu hefur formgerð fagurfræðilegs úrskurðar - það er, úrskurð-
ar þar sem ég, í stað þess að beita einfaldlega allsherjarkví á tiltekinn hlut eða
að undirskipa hlutinn fyrirfram-gefinni allsherjarálcvörðun,y/ww upp, að segja
má) hina algildu-nauðsynlegu-skuldbundnu vídd hans og hef þannig þenn-
an tiltekna tilfallandi hlut (athöfn) til virðingar hins siðferðilega Hlutar.
Lannig er ætíð eitthvað upphafið við það að kveða upp dóm sem ákvarðar
skyldu okkar; með því „hef [ég] viðfang upp til virðingar Hlutarins" (skil-
greining Lacans á upphafningu).
Sé fallist fyllilega á þessa þverstæðu erum við knúin til að hafna hverri skír-
skotun til „skyldu" sem afsökun: „Ég veit að þetta er erfitt og getur verið
Sarsaukafullt, en hvað get ég gert, þetta er skylda mín?...“ Staðalviðkvæði sið-
ferðilegrar staðfestu er: „Það er engin afsökun fyrir að framfylgja ekki skyldu
Slnni!“; þó svo að setning Kants, „Du kannst, denn du sollst!“ („Þú getur, því
þú verður!“) virðist bjóða nýja útgáfu þessa viðkvæðis, þá fyllir hann í eyður
Þess með langtum óhugnanlegri andhverfu þess: „Það er engin afsökun fyr-
lr að framfylgja skyldu sinni!“23 Skírskotuninni til skyldu sem afsökun fyrir
a^ gera skyldu okkar ætti að hafna sem hræsni; þá nægir að minnast dæmis-
lns um ómilda sadíska kennarann. Vitaskuld er afsökun hans gagnvart sjálf-
Urn sér (og öðrum): „Mér finnst sjálfum erfitt að beita krakkagreyin svona
núklum þrýstingi, en hvað get ég gert - það er skylda mín!“ Nærtækara dæmi
er stalíníski stjórnmálamaðurinn sem elskar mannkynið en framkvæmir þó
roðaleg þöldamorð og aftökur; hann fær fyrir hjartað meðan hann gerir
Sjá nákvæmari útlistun á þessum lykilþætti kantískrar siðfræði í Zizek, The Indivisible Remainder,
kafla 2.