Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 116
n4
Pierre Hadot
er eini veruleikinn sem tilheyrir okkur og er okkur háður. Þeir eru á einu máh
um ómetanlegt gildi sérhvers augnabliks: Spektin er að þeirra áliti jafnóskert
og fullkomin eitt augnabhk sem um aha eilífð, eitt augnablik jafngildir allri
eilífð. Einkum í augum hins stóíska spekings býr gervahur alheimurinn í sér-
hverju augnabhki. Enn fremur er hamingjan ekki aðeins möguleg heldur ber
manni þegar í stað að vera hamingjusamur. Það er brýnt því framtíðin er
óviss og dauðinn ógnar. „A meðan við skjótum lífinu á frest, líður það hjá.“18
SUkt viðhorf er ekki unnt að skilja nema við gerum í fornaldarheimspeki ráð
fyrir skarpri meðvitund um ómælanlegt gildi tilverunnar, þess að vera í al-
heiminum, í hinum einstæða veruleika þess atburðar sem alheimurinn er.
Heimspekin birtist þá á síðgrískum og rómverskum tímum sem hfsmáti,
lífshst, veruháttur. I raun hafði þetta einkennt fornaldarheimspekina, a.m.k.
frá dögum Sókratesar. Til var sókratískur lífsmáti (sem hundingjar líktu síð-
ar eftir), og hin sókratíska samræða var æfing sem leiddi viðmælanda Sókrat-
esar til að endurskoða eigin afstöðu, til að huga að sjálfum sér og gera sál sína
eins fagra og spaka og verða mætti.19 Platon skilgreinir heimspekina sem æf-
ingu fyrir dauðann og heimspekinginn sem þann sem óttast ekki dauðann,
því hann hugleiðir tímann og veruna í heild sinni.20 Þótt Aristóteles sé
gjarnan álitinn vera hreinn kenningasmiður takmarkast heimspekin hjá hon-
um ekki við heimspekilega orðræðu eða samansafn fræðilegrar þekkingar,
heldur er hún eiginleiki andans, afrakstur innri umskipta: Lífsmátinn sem
hann mælir fyrir er líf í samræmi við andann.21
Forðast ber þá útbreiddu ranghugmynd að heimspekin hafi gjörbreyst á
síðgríska tímabilinu eftir að Makedónía nær valdi yfir grísku borgríkjunum
eða á keisaratímanum. Hin útbreidda khsja um dauða gríska borgríkisins og
póhtísks lífs eftir 330 f.Kr. stenst ekki nánari skoðun. Sama er að segja um
þá stöðluðu hugmynd að heimspeki sem lífslist og lífsmáti sé tengd stjórn-
málaaðstæðum, einhvers konar þörf fyrir flótta á náðir innra frelsis sem bæti
upp fyrir glatað stjórnmálafrelsi. Þegar hjá Sókratesi og fylgisveinum hans er
heimspekin lífsmáti, tækni sem snýr að innra lífi. Heimspekin tekur engum
eðlisbreytingum eftir því sem líður á fornöld.
Heimspekisagnfræðingar veita þeirri staðreynd almennt heldur litla eftir-
tekt að fornaldarheimspekin er umfram allt hfsmáti. Þeir líta fyrst og fremst
á heimspekina sem heimspekiorðræðu. Hvernig ber að skýra undirrót þess-
ara fordóma? Að mínu mati tengist hún þróun heimspekinnar á miðöldum
og á nýöld. Kristnin átti stóran þátt í þessari þróun. Upphaflega eða frá og
með 2. öld e.Kr. hafði kristnin komið fram sem heimspeki, þ.e. sem kristi-
legur lífsmáti. Sú staðreynd að kristnin gat komið fram sem heimspeki sýnir
að í fornöld var litið á heimspeki sem lífsmáta. Ef það að iðka heimspekina
er að lifa í samræmi við lögmál skynseminnar, þá er hinn kristni maður
heimspekingur úr því hann lifir í samræmi við lögmál logosins, hinnar guð-
18 Seneca, Epistolae I, 2.
19 Platon, Mdlsvöm Sókratesar, 29el.
20 Platon, Ríkið 474d, 476a.
21 • Aristóteles, Siðjraði Níkomakkosar, 1178a.