Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 215
I kóngulóarvefnum
213
tveir eða fleiri líkamar hafa hrifið líkama minn í sömu mund: Svo síðar meir,
þegar einn þessara hluta hrífiir mig, fylgja hinir.56 Til dæmis leiðir fótgang-
ur hests í sandi huga hermanns að óvini og stríði, á meðan bónda verður
hugsað til akurs og uppskeru, til dæmis, þar sem þeir hafa hrifið líkamann í
sömu mund nægjanlega oft. A þennan hátt getur hvaða hlutur sem er orðið
orsök hrifa okkar. Spinoza leggur ríka áherslu á þetta atriði:
Hvaða hlutur sem er getur orðið tilfallandi orsök gleði, trega eða
löngunar.57
Ennfremur heldur Spinoza því fram að ef líkami okkar hafi orðið fyrir áhrif-
um tveggja hluta í sömu mund, þar sem annar breytir athafnamætti okkar en
hinn gerir það ekki, þá endurupplifum við hrifin sem fyrri hluturinn leiddi
fram þegar við mætum síðari hlutnum. Hann biður okkur að
gera ráð fyrir að hugurinn verði fyrir áhrifum tveggja hrifa í einu, þar
sem annað þeirra hvorki eykur né dregur úr athafnamætti hans, á
meðan hinn annað hvort eykur eða minnkar hann [...] Það er ljóst
að þegar hugurinn verður síðar meir fyrir áhrifum fyrri hrifanna sem
væru þau sönn orsök sem (kenningunni samkvæmt) ein og sér
hvorki auka né draga úr hugsunarmætti hugans, þá verður hann
undir eins fyrir áhrifiim hins síðari einnig, sem eykur eða dregur úr
hugsunarmætti hans [...] með gleði eða trega.58
Spinoza bendir hér á að hvað við elskum og hötum ákvarðast allnokkuð af
tilviljunum. Á þessum grunni skilgreinir hann einnig samúð og andúð. Eða
eins og hann segir „við elskum eða hötum suma hluti án nokkurrar orsakar
sem okkur er kunn“.59 Eins og Macherey leiðir í ljós hefiir ástæða þess að við
finnum til samúðar eða andúðar gagnvart hlut, samkvæmt Spinoza, oft á
tíðum að gera með afar smávægilegar og tilfallandi kringumstæður þar sem
hluturinn er tengdur öðrum sem hefur hrifið okkur til gleði eða fáleika.60 I
huga Spinoza er það þá ekki innri eiginleiki hlutarins sjálfs sem á einhvern
dularfullan hátt hefur áhrif á okkur.61
Annar háttur hluta á að verða orsakir hrifa okkar er að líkjast þeim hlutum
sem auka eða minnka athafnamátt líkama okkar.
Af þeirri staðreynd einni að við ímyndum okkur hlut sem hafi hann
samsvörun við annan hlut er yfirleitt hrífiir hugann með gleði eða
56 Ef hugurinn hefur samtímis orðið fyrir tveimur hrifum í einu, þá mun hann síðar, þegar hann verður
fyrir öðru þeirra, einnig fyrir hinu (EIIIP14).
57 EIIIP15.
58 EIIIP15Dem.
59 EIIIP15S.
60 Macherey 1996, 156n.
61 EIIIP15S. Spinoza segir: „Vitaskuld veit ég að höfimdarnir sem fyrstir báru fram orðin samúð og
andúð æduðu þeim að vísa dl dltekinna eiginleika hluta. Samt sem áður trúi ég að við getum einnig
leyft okkur að skilja þau sem eiginleika sem eru þekktir eða opinberaðir .