Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 194
192
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
þessa sannleika, og sameiginlegan skilning á að þetta ferli færir leitarmennina
nær hvorn öðrum og dýpkar með því gildi leitarinnar sjálfrar.51 Með grund-
vaUarsamkomulagi sínu verða þeir saman um hvað er satt og hvað ósatt, hvað
er mikilvægt og hvað lítilvægt. Með undirliggjandi sammælum um aðferðirn-
ar sem beita skal til að ná slíkum skilningi verða menn færir um að greina hvað
togar þá í sundur og hvað bindur þá saman, hvað er þeim heillavænlegt og
hvað skaðlegt. Þessi grunnur sameiginlegs skilnings vekur aftur upp djúp
hrifningartengsl á milli þeirra sem, vegna eðlis þekkingarinnar sem þeir deila,
er sérdeilis kraftmikil. Þessi tengsl gera mönnum loks kleift að fikra sig nær
frelsi, sem jafngildir sönnum skilningi á náttúrunni, Guði og sjálfum sér.
En þrátt fyrir að Spinoza hafi slík vinabönd í hávegum hrærist um leið í
honum einhver uggur um þau. I hinu indæla bréfi hér að ofan fullvissar
Spinoza nefnilega Oldenburg um að hann „óttist ekki að ganga til slíkrar
innilegrar vináttu“ við hann. Innifólgin er þá viðurkenning Spinoza á því að
vissulega gæti verið eitthvað að óttast þegar maður binst öðrum slíku vin-
fengi. Ef einhver annar gerði Spinoza greiðana sem Oldenburg gerir honum
- til dæmis einhver með óviðkunnanlegri skapgerð eða öndverðar hugmynd-
ir um helstu siðvenjur - þá þyrfti Spinoza ef til vill að vera varari um sig. Að
ganga til vináttu við manneskju sem kemur á daginn að var ekki greiðanna
verð getur, samkvæmt þessum lestri, verið bæði skaðsamt og hættulegt. Vin-
átta er bæði yndislegt og aðlaðandi afl, en þarf að höndla með aðgát og var-
færni.
Ef það finnst „ekkert í heiminum sem við getum elskað í rósemd nema sh'k-
ir menn“ sem vinir okkar eru, og ef þessi ást er „hið mesta og ánægjulegasta
sem finna má meðal þeirra hluta sem eru ekki í okkar valdi,“ hvað gæti Spin-
oza þá haft að óttast? Þegar við tökum alræmda bölsýni Spinoza um mann-
legt eðh til greina, og greiningar hans á hinum djúpstæðu takmörkunum sem
raungervingu skynsemi og gæsku eru sett í samfélagi manna, gæti raunar virst
betur við hæfi að spyrja „hvað hefur maður ekki að óttast við að ganga til svo
náinna tengsla við aðra manneskju?" Hvað sem öðru líður lýsir Spinoza nátt-
úrulegu ástandi mannsins og afstöðu hans til náungans, að hætti Hobbes, sem
ástandi stöðugrar óvildar. Hver og einn hneigist, samkvæmt honum, ætíð til
að starfa gegn öðrum í umhverfi hans og fylgja löngunum sem eru ekki bara
skaðlegar öðrum, heldur þegar upp er staðið, honum sjálfum. Frekar en að
furða okkur á því að Spinoza hafi borið í sér ugg um hugsanlegan háska af
nánustu böndum sem menn geta bundist náunga sínum, gætum við þvert á
móti hnotið um að hann leggi upp af sh'kri bjartsýni um að bönd mannlegra
þegna verði að veruleika. Því þeir eru fáir sem hafa af jafn miklum eldmóð
neitað að stíga handan meginreglunnar að réttur sé forpólitískt fyrirbæri og
jafngildi þar með mætti; fáir sem hafa jafn afdráttarlaust neitað að lúta mark-
Spinoza útskýrir: „Þetta er þá það sem ég hef í hyggju: að öðlast slíkt eðli og beita mér fyrir því að
margir öðlist það með mér. Það er, það er hluti hamingju minnar að leggja mig fram um að öðrum
auðnist sami skilningur og ég hef, þannig að gáfur þeirra og löngun samræmist algörlega mínum gáf-
um og löngun“ {A Spinoza Reader: Tbe Ethics and Other Works, ritstj. og þýð. E. Curley, Princeton:
Princeton University Press, 1994, s. 5).
51