Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 195
Takmörk rökvísinnar
193
hyggjiisskýrmgiim eða verið haldnir jafn óbifandi tortryggni í garð hinnar
„skelfilegu“ mergðar. Að sama skapi skrifar Spinoza í Ritgerð um stjórnmál., að
venju laus við tilfinningasemi: „menn eru náttúrulegir íjandvinir.1'52 Hvað all-
an ásetning varðar gæti þá virst sem Spinoza bergmáli einfaldlega hinu fræga
leiðarstefi Hobbes að „maðurinn [sé] manninum skepna.“
Á yfirborðinu gæti manni jafnvel virst að Spinoza bjóði fram sömu lausn á
þessum vanda mannlegrar úlfuðar, þó hann geri það með öðrum áherslum, það
er skynsemi. Imynd samfélags þar sem menn yfirstíga ástríður sínar og, við
leiðsögn skynseminnar og með afgerandi valdi hins fullvalda, rísa til friðsam-
legs samlífis við náungann var sannarlega hugsýn sem Spinoza deildi með hin-
um markverðustu samtímamönnum sínum.53 Staðreynd málsins er hins vegar
sú að skynsemi er ekki allt og sumt sem Spinoza ætlast til af fólki — hann vill
meira. Pólitískt markmið Spinoza er ekki aðeins að skapa friðsamlegan líkama
einstaklinga í fylgd skynseminnar, heldur frjálst lýðveldi skynsamra þegna og
siðaðra vina. Hann stefnir að því að hanna menningarlega og póhtíska grunn-
gerð samfélags á þann máta að þegnar, eins þó þeir séu ekki fyllilega skynsam-
ir, séu í það minnsta knúnir til að hegða sér eins og þeir njóti leiðsagnar skyn-
seminnar.54 Hann vill ekki að þetta geri þeir einvörðungu fyrir milligöngu
ríkisins, lagalega og stofnanabundna formgerð þess, heldur fyrir tilstuðlan sál-
rænnar hönnunar, ræktarsemi við pólitískar dyggðir og á grundvelli borgara-
legra trúarbragða. Þar með staðsetur Spinoza miðpunkt hins opinbera handan
valdsviðs ríkisins, löghlýðni þegnanna eða röklega skipulagðrar uppbyggingar
samfélagsstofnana. Augljóslega er þetta allt saman máli hans afar mikilvægt,
en það eru þó aðrar leiðir sem hann vill takast á við, leiðir til að grundvalla hina
opinberu skipan með uppbyggilegri gerð félagslegra tengsla. Hann leitast við
að gera þær aðferðir ljósar sem, svo að segja, rita tiltekinn þegnlegan dyggða-
ávana í líkamlegt og sálrænt upplag þegnanna. Þessi ritun skilgreinir hverjir
þeir eru og hvernig þeir koma fram hver við annan.
Frásögn Spinoza af fyrirmyndarstjórnmálum er því saga af því hvernig við
getum þróast frá náttúrulegri úlfuð að þegnlegum hrifningartengslum. Hún
er saga af ferðalagi, saga af getu okkur til félagslegrar ummyndunar - um-
breytingar þess hver við erum, hvernig við erum að upplagi og hvernig við
tengjumst þeim sem við deilum félagsrými með. Það er þá ljóst að Spinoza
telur mögulegt að breyta andfélagslegum ástríðum okkar og nýta þær með
hætti sem gerir okkur fær um að skapa og viðhalda uppbyggilegum félags-
tengslum. Hér kemur við sögu sýn Spinoza á það hvernig við getum um-
myndað að einhverju leyti hkamlegt og sálrænt upplag okkar svo okkur verði
kleift að bindast hvert öðru á frjórri hátt en við hneigjumst til af „náttúrunn-
ar“ hendi. Þegar við höfum öðlast nægilegan skilning á því hvað þjónar helst
52 TP, s. 269.
53 Raunar var spurningin um hvernig mætti yfirstíga ástríðurnar með skynseminni viðstöðulaust við-
fangsefni heimspekinga framan af nútímanum, þar var Spinoza engin undantekning. Umijöllun um
hugmyndir ýmissa 17. aldar hugsuða um þessi efni má finna í Susan James, Passion andAction (Ox-
ford: Clarendon Press, 1999).
54 Etienne Balibar lýsir hugmyndinni um að hvetja ástríðufullt fólk til að hegða sér „eins og“ það sé
skynsamt í Spinoza and Politicst s. 94. Sjá einnig Susan James, „Power and Difference", s. 227.