Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 13
Náttúruhyggjan er rauðipráðurinn"
11
einhverju leyti réttar eða rangar) en eina skyldan sem við höfum til að gera okkur
réttar hugmyndir um veruleikann er skylda nytseminnar: það er auðveldara fyrir
okkar að lifa h'finu ef við gerum það (við rekumst síður á hluti o.s.frv.). Sama gildir
um að hugsa rökrétt. Auðvitað metum við mörg það að verðleikum að hugsa rök-
rétt og trúa aðeins hinu sanna, en ef við gerðum það ekki, þá væri eina kvöðin á
okkur komin frá nytjagildi þess.
Hvemig sérðu sambandið millipess að trúapvísem satt er, hugsa rökrétt og breyta rétt?
Eg held að spurningar um rétt og rangt séu eins og hverjar aðrar spurningar um
hvernig veruleikinn er í raun og veru. Þrælahald og helfarir og pyntingar eru röng
alveg óháð því hvort lög í viðkomandi löndum leyfa þess háttar. Þvert á móti af-
nemum við þess háttar fyrirbæri vegna þess að þau eru röng. Það að þau eru röng
er líka alveg óháð því hvað okkur manneskjunum finnst um það, á einhverjum
tilteknum tíma, hvort sem það er í fornöld eða núna. Þetta er óh'kt því sem segja
má um smekk. Það er huglægt hvort súkkulaði er gott eður ei. Hins vegar er ekkert
huglægt við það hvaða siðferðilega eiginleika þrælahald hefur. Það er einfaldlega
hlutlæg staðreynd að það er rangt.
Svopú telur að til séu siðferðilegar staðreyndir, t. d. aðprælahaldsé rangt, að helfarir og
pyntingar séu rangar. Fylgir sögunni af hverju svo sé? Erprælahald ef til vill rangt í
sjálfu sér eða erpað rangt vegna afleiðinganna sem pað hefur, svo eitthvað sé nefnt?
Eins og þú veist er þetta nú ekki auðleyst mál [og nú brosir hún, vitandi að nú er
stórt spurt] og síðan heimspekingar fóru að leita til annars en guðs eða guða sinna
til að finna siðgildunum rætur hefur þetta verið eitt af þessum sígildu vandamálum
heimspekinnar. Eitt er ég viss um og það er að það að vísa í eitthvað yfirnáttúrulegt
eins og guð eða guði er hvorki þarft, né hjálpar það á nokkurn hátt, ef við erum að
leita að föstum grunni fyrir siðgildin okkar. Ef t.d. ástæðan fyrir því að við ættum
ekki að pynta fólk væri sú að guðunum okkar væri það ekki þóknanlegt, þá væri
alveg mögulegt að guðirnir gætu skipt um skoðun sísona og þá væru pyntingar
bara allt í lagi. Svoleiðis gengur ekki. Þetta leiðir okkur beint í afstæðishyggju,
enda þótt að þessu sinni sé hún háð duttlungum guðanna, en ekki duttlungum
okkar mannfólksins eða samfélaga okkar. Ekki hjálpar heldur að segja að það sé
guð eða eðh hans sem geri fyrirbæri eins og þrælahald rangt. Það mundi þýða að
ef eðh guðs væri annað en það er, þá væri þrælahald ef til vih ekkert rangt.
Þrælahald er rangt vegna þess að það er óréttlátt og vegna þess að það veldur
óþarfa þjáningu. Þetta er alveg óháð því hvort við höldum að það sé óréttlátt eða
höldum að það valdi óþarfa þjáningu.
Og að valda óparfapjáningu, hvað ersvona rangt viðpað?
Hér endar skýringarferlið. Það er einfaldlega rangt að valda óþarfa þjáningu. Þú
verður hins vegar að átta þig á að þegar ég er að velta fyrir mér þessum spurningum
er samhengið það hvort eitthvert samband sé á milli þess hvort guð eða guðir séu
til og þess hvernig við getum gert grein fyrir siðferðisgildum. Hér á ég sérstaklega