Hugur - 01.06.2009, Page 19
Um femíníska gagnrýni á kanónu og menningu heimspekinnar
17
fornöld til okkar tíma.9 Einnig hefur verið leitað heimilda um verk kvenna sem
hafa glatast.10 Heimspekirit kvenna voru stundum eignuð bræðrum, feðrum eða
eiginmönnum. Ekki í]ölluðu allir kvenheimspekingar fyrri tíma um málefni kynj-
anna eða kynjamismun, en margir þó. Það þyrfti í það minnsta aðra grein til að
gefa yfirlit yfir þessar rannsóknir innan femínískrar heimspeki og þær aðferða-
fræðilegu spurningar sem þær vekja.11 Það er t.d. til lítils að bæta einungis við
„gleymdum" kvenheimspekingum ef ekki er dregið fram í hverju verk þeirra eru
hugsanlega frábrugðin meginstraumum þeirra hefða sem þær tengjast og ef það
breytir í engu hugmyndum um megingildi og -viðmið heimspekinnar. Femínísk
gagnrýni á karllega einsleitni kanónunnar varpar einnig ljósi á karllægan mann-
skilning heimspekinnar. Þegar talað er um karllægan skilning er átt við hugmyndir
um karlmanninn og karlleika í kenningum heimspekinga. Oft hafa þessar hug-
myndir um karlmanninn verið framreiddar sem hugmyndir um „manninn". Sam-
kvæmt femínískri gagnrýni gefa þær því ekki einasta skerta og skælda mynd af
kvenmönnum heldur einnig óraunsæja mynd af körlum.
Femínísk gagnrýni á megingildi og -viðmið
heimspekihefðarinnar
Eins og áður sagði var það framan af helsta verkefni femínískrar heimspeki að
afhjúpa kynjaslagsíðu í kenningum heimspekinga kanónunnar. Platon, Aristóteles,
Kant, Hegel, Rousseau, Nietzsche o.fl. voru sexistar, kvenfjandsamlegir í skrifum
um konur og mismun kynjanna. Oft endurspeglaði afstaða þeirra viðtekin viðhorf,
en stundum var hún jafnvel forhertari með því að árétta og færa rök fyrir kven-
fjandsemi, og eru skrif Aristótelesar og Rousseau gott dæmi um slík. Það þurfti
átak til að afhjúpa kvenfjandsemi forveranna því það var viðtekin skoðun innan
heimspekinnar að ekki væri þörf á að hirða um að draga fram það versta í heim-
speki þeirra. Kvenfyrirlitning væri eitthvað sem mætti líta fram hjá. Þegar ég var
að hefja mitt heimspekinám um 1980 var eitt viðkvæði kennara minna að maður
ætti ekki að taka á kenningum heimspekinga þar sem þær væru veikastar, heldur
þar sem þær væru sterkastar. Það var m.ö.o. litið svo á að kvenfyrirlitningin hefði
í raun ekkert að gera með heimspeki viðkomandi höfundar sem var til umfjöllunar.
Niðrandi athugasemdir Aristótelesar, Kants, Hegels og Rousseau um konur komi
okkur ekki við lengur. Það væri sóun á orku og tíma heimspekinga að fást við
9 Mary Ellen Waithe,A History ofWomen Philosophers (1987-2000); Linda Lopez McAlister,
Hypatia's Daughters: 1500years ofWomen Philosophers (1996). Sjá einnig Gunnar Harðarson,
„Hver var fyrsta konan sem var viðurkenndur heimspekingur? Hverjar eru þær helstu?".
Vísindavefurinn 19.3.2007. http://visindavefur.is/?id=Ó542.
10 Sjá t.d. Ursula I. Meyer og Heidemarie Bennent-Vahle (ritstj.), Philosophinnen-Lexikon
(1994) og Marit Rullmann (ritstj.), Philosophinnen (1998).
11 Sjá grein Cynthiu Freeland „Feminist History of Philosophy“ á vef Stanford Encyclopedia
of Philosophy Lilly Alanen og Charlotte Witt (ritstj.), Feminist Reflections on the History of
Philosophy (2004); Robin May Schott, „Feminism and the History of Philosophy“ (2006);
og Eileen O’Neill og Marcy P. Lascano (ritstj.), Feminist History ofPhilosophy: 7he Recovery
andEvaluations of Women’s Philosophical Thought (New York: Springer, væntanl.).