Hugur - 01.06.2009, Síða 78

Hugur - 01.06.2009, Síða 78
76 Sigrún Svavarsdóttir að hann leiði þessa fiillyrðingu af tveimur forsendum sem kunna að virðast augljós sannindi: (i) að viðurkenna boðunargildi einhvers er að viðurkenna að það vísi til ástæðu til athafnar; (ii) sá gerist sekur um skynsemisbrest sem viðurkennir að eitthvað vísi til ástæðu til athafnar án þess að finna af því nokkra hvöt til að fram- kvæma athöfnina. Þessi vörn fyrir skynsemisskilyrðið gefur hugmyndinni um ástæðu til athafnar mikið vægi án þess að varpa á hana ljósi. Eg óttast að orða- sambandið ,ástæða til athafnar geti tjáð heilt safn skyldra en mismunandi hug- mynda sem hætta er á að sé slegið saman í rökstuðningi. Þessum áhyggjum mín- um til stuðnings skulum við líta aftur á ofangreint dæmi. Hvað felst í því að viðurkenna að það að ólöglegt sé að stelast yfir götu vísi til ástæðu til að stelast ekki yfir götu, eða sé slík ástæða? Krefst það þess að maður taki, að öðru jöfnu, þetta bann með í reikninginn við ákvörðun um hvort stelast skuli yfir götu við tiltekið tækifæri? Eða nægir að maður taki það með í reikninginn við ákvörðun á almennri stefnu sinni varðandi það að stelast yfir götu? Eða dugar það kannski að maður sé líklegur til að líta svo á að þetta atriði skipti máh þegar rökrætt er hvort maður ætti nokkurn tímann að stelast yfir götu eða hvort hægt sé að áfellast mig fyrir að stelast yfir götu? Fullkomlega löghlýðnir þegnar uppfylla fyrsta skilyrðið, ég uppfylli aðeins tvö hin síðari og sá sem kærir sig kollóttan um viðkomandi reglur - þótt hann viðurkenni að þær séu til og að þeir sem settu þær hafi haft vald til þess - uppfyllir aðeins síðasta skilyrðið. Viðurkenna aðeins sum okkar eða við öll að það að ólöglegt sé að stelast yfir götu sé eða vísi til ástæðu til athafnar? Oljóst er hvort eitthvert eitt rétt svar, óháð samhengi, megi finna við þessari spurningu. Ég fellst á að þá sem uppfylla fyrsta skilyrðið skorti skynsemi ef tilhugsunin um ólögmæti þess að stelast yfir götu hefur engin hvatningaráhrif á þá. Akvarðanataka fer fram með það fyrir augum að hegða sér samkvæmt niðurstöðunni sem fæst við þær vangaveltur. Ef viðkomandi lítur svo á meðan á vangaveltunum stendur að tiltekið atriði hafi eitthvað að segja með eða á móti þeim valkostum sem hann stendur frammi fyrir, án þess að það endurómi í hvatakerfi hans, þá hefur eitthvað misfarist hjá honum sem skynsömum geranda sem veltir vöngum með það fyrir augum að hegða sér samkvæmt þeirri ákvörðun sem endanlega er tekin. Ásökunin um skynsemisbrest er trúverðug í þessu tilviki. Ég leyfi mér að slá því fram að þetta sé vegna sérkenna á hugsun sem fer fram þegar tekin er ákvörðun um hvað skal gera í einstöku tilviki frekar en þegar almenn stefna er mótuð eða þegar rök- rætt er um hegðun óháð ákvarðanatöku. Sé þetta rétt eru Wallace tvær leiðir færar: (i) að halda því fram að viðurkenning á boðunarmætti tiltekins íhugunar- efnis felist að minnsta kosti að hluta til í því að taka, að öðru jöfnu, þetta atriði með í reikninginn þegar ákveðið er hvernig skuli hegða sér við tiltekið tækifæri; (ii) að halda því fram að hneigist gerandi til þess að taka þetta atriði með í reikn- inginn við ákvörðun á hagnýtri stefnu eða að líta svo á að það komi málinu við í rökræðum um það hvernig fólk skuli hegða sér þá skortir hann skynsemi ef hann tekur það ekki líka með í reikninginn þegar hann hugleiðir hvernig hann skuli hegða sér við tiltekið tækifæri. Seinni fullyrðingin er tæplega rétt. Ef maður hefur sett sér almenna stefnu varðandi tiltekna gerð hegðunar þá skortir mann varla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.