Hugur - 01.06.2009, Page 98

Hugur - 01.06.2009, Page 98
96 Henry Alexander Henrysson lenskan veruleika, ef náttúrulagakenningar eiga „sér fáa talsmenn utan kaþólsku kirkjunnar“, eins og gjarnan er haldið fram.8 Markmið ritsmíðarinnar varð því að benda á að náttúruréttur sé ekki og hafi aldrei verið einkamál kaþólsku kirkjunnar. Ennfremur velti ég því fyrir mér hvort hann geti verið grundvöllur umræðu um siðfræði og stjórnspeki í samtímanum. I eftirfarandi hugleiðingum reyni ég hins vegar að leiða hjá mér spurningar um tengsl stjórnkerfa og náttúruréttar sem auð- vitað voru ákaflega áhrifamiklar á átjándu öld, sem og þau fræði sem nefnast ius gentium og fjalla meðal annars um samskipti þjóðríkja.9 Þar koma fram flókin tengsl náttúruréttar og vildarréttar, sem erfitt er að gera grein fyrir í stuttri rit- smíð.10 II Jón Eiríksson var heimspekingur. Það má vera að starfsferill hans við háskóla- kennslu hafi ekki fallið undir hefðbundnar greinar heimspeki, að heimspekiverk hans hafi ekki verið ætluð heimspekinemum, og að mestur hluti starfsævi hans hafi farið í stjórnsýslu, en ef þetta útilokar hann frá að teljast heimspekingur þá væru fáir höfundar í flokki heimspekinga nýaldar. Er þess getið um Jón að í há- skólanámi sínu hafi hann lagt „svo mikla stunda á heimspekina, að hann gat ekki haft hugann á öðru og veiklaði með því minni sitt.“ Jón á svo að hafa haldið því fram alla ævi um heimspekina „að engin vísindagrein hafi komið sér að sh'kum notum í öllu sínu margbreytta embættisstarfi."11 I Ævisögu Jóns Konferenzráðs Eiríkssonar er þetta útskýrt svo, að Jón hafi í námi sínu við Kaupmannahafnarhá- skóla á árunum 1748 til 1758 orðið fyrir miklum áhrifum af heimspeki þýska upplýsingarheimspekingsins Christians Wolff.12 Þó er ekki kveðið fastar að orði en að hann hafi „einkum'‘ fallist á „meiningar" Wolffs, og má til sanns vegar færa að enda þótt áhrif Wolffs hafi verið geysileg á þessum tíma í Kaupmannahafnar- háskóla þá var það ekki svo að í norrænum háskólum hafi ekki verið heimspek- ingar starfandi, og reyndar guðfræðingar hka, sem kenndu frumspeki og siðfræði og settu fram rök og hugmyndir sem tengdust heimspeki Wolffs sama og ekki neitt. Guðfræðilegar vangaveltur vöfðust ekki síst fyrir fræðimönnum og skiptu þeim í fylkingar. Þýsk heimspeki átjándu aldar var einfaldlega miklu fjölbreytilegra 8 Sjá til dæmis J. Rachels, Stefnur og straumar { siðfrœði, Jón Kalmansson þýddi (Reykjavík: Siðfræðistofnun/Háskólaútgáfan, 1997), bls. 78. 9 Ius gentium voru hluti svokallaðs Rómarréttar sem var lög Rómaveldis í fornöld. Undir lok fornaldar voru þau sett í lagabálk sem síðar varð nokkur konar undirstaða laga flestra Evrópuþjóða. I fornöld sögðu ius gentium fýrst og fremst fyrir um samskipti Rómar við skattlönd sín. 10 Margir náttúruréttarsinnar gerðu til dæmis ráð fyrir einhvers konar vildarhyggju, þ.e. að gera ekki ráð fyrir nauðsynlegum tengslum laga og siðferðis, í alþjóðalögum, þar sem hagsmunir og það sem var skilgreint sem vilji þjóða gátu ekki verið leiddir beint af hlut- lægum siðferðilegum gildum. 11 Bjarni Jónsson, Vormenn íslands á 18. öldinni (Reykjavík: Bókaverzlunin Emaus, 1924), bls. I48. 12 Sveinn V&Xsson,Ævisagajóns Konferenzráds Eiríkssonar, bls. 197.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.