Hugur - 01.06.2009, Síða 103

Hugur - 01.06.2009, Síða 103
Manndómur 101 að fullkomna sig. Fullkomnun býr aðeins í öðrum yfirskilvitlegum heimi. I þessu tilliti gekk Pufendorf að mörgu leyti gegn samtímamönnum sínum sem voru mótmælendatrúar og höfðu, eftir því sem leið á sautjándu öldina, tekið upp æ fleiri atriði úr skólaspeki, og hvarf aftur til boðskaps Marteins Lúters. Fylgismaður Pufendorfs, Christian Thomasius, hafði síðan geysileg áhrif í þýsk- um ríkjum á fyrri hluta átjándu aldar, en hann og fylgismenn hans í upphafi átj- ándu aldar lögðu meira upp úr ákveðinni guðfræðilegri nálgun náttúruréttar og því minna upp úr frumspekinni.31 Andstæðingar þeirra, með Christian Wolff fremstan í flokki, lögðu því meira upp úr frumspekinni og rökfræðilegri aðferða- fræði.Thomasius taldi að við greiningu á siðferði þyrfti fremur að hafa hliðsjón af ástríðum manna en skynsemi. Báðar fylkingar voru engu að síður staðfastar í trú sinni á náttúrurétt. Það voru líklega viðhorf þeirra til skólaspeki sem áttu hvað mestan þátt í sundrungu fylkinganna. Annars vegar var fylking stuðningsmanna Pufendorfs ogThomasiusar sem var hallari undir raunhyggju, vélhyggju og það að finna uppsprettu náttúruréttar í guðlegum vilja og hins vegar frumspekileg rök- hyggja Leibniz og Wolffs (sá síðarnefndi var enn hallari undir skólaspeki) sem sóttu meira til Grotiusar og sáu uppsprettuna í skynsemi Guðs.32 Þrjú atriði skilja ákveðnast að hugsun þeirra Grotiusar og Pufendorfs og það eru þau sem Jón Eiríksson þurfti að taka afstöðu til, hversu vel sem hann gerði sér grein fyrir því þegar hann skrifaði upp hugleiðingar sínar. Pufendorf var af mörg- um talinn vera arftaki Grotiusar og var frumleiki þess síðarnefnda talinn nægi- legur til þess minnast ekki á tengsl hans við skólaspeki.33 Skiptingin í fylkingar er að mestu rétt hjá Jóni, en erfitt er að gera sér grein fyrir hvaða afstöðu hann tekur 31 Sú guðfræði var reyndar nátengd raunhyggju hjá Thomasiusi, en hann lagðist gegn allri ástundun verufræði og rökfræði sem ekki hafði hagnýtt gildi. Raunhyggjan nálgaðist efa- hyggju á köflum: Við vitum ekkert nema kannski það sem við sjáum. Upphafspunktur nátt- úruréttarhugmynda hans var sú augljósa staðreynd að hver námsfus maður getur fræðst um lög og rétt. 32 Gagnrýni Leibniz á Pufendorf ekki mikið þekkt fyrir utan frasann „vir parum jurisconsultus et minime philosophus" (lítill er hann lögspekingur en síðri er hann heimspekingur). Wolff var síðar gagnrýndur af fýlgismönnum Pufendorfs fyrir að vera fylgismaður „guðleysis" Grotiusar. Margt má fræðast um viðhorf Leibniz til náttúruréttar í 7he Political Writings ofLeibniz, ritstj. P. Riley (Cambridge: Cambridge University Press, 1972), sérstaklega bls. 64-76, „Opinion on the principles of Pufendorf'. Maria Rosa Antognazza ræðir samband Leibniz og Pufendorfs stuttlega í LeibniztAn IntellectualBiography (Cambridge: Cambridge University Press, 2009), bls. 169-170. 33 Það má skipta vandamálinu við að skýra hvernig miðaldahefðin þróaðist í Norður-Evrópu seint á sautjándu öld og í byrjun þeirrar átjándu í tvennt. Annars vegar vöfðust kirkju- leg viðhorf fyrir heimspekilegri nálgun. Mótmælendur voru lítt hrifnir af því að sækja í höfuðrit og kenningar kaþólskunnar. Einnig var ákveðin stemning fyrir veraldlegri heim- spekikenningum á sautjándu öld sem svo í byrjun átjándu aldar tengdust aftur, hversu fjar- stæðukennt sem það hljómar, mun stífari guðstrú. Hins vegar voru til staðar afmarkaðri heimspekileg vandamál, s.s. um eiginleika fýrirbæra. Tómas af Aquino byggði kenningar sínar á frumspeki, sem vel var hægt að samrýma þeirri heimsmynd sem tók við á fýrstu áratugum sautjándu aldar. Jarðmiðjukenning var til dæmis furðulega lítill þáttur í skólaspek- inni þegar tillit er tekið til allrar þeirrar umfjöllunar sem hún fær í ritum um hugmyndasögu nýaldar. Orsakagreining í anda Aristótelesar var dæmi um heimspeki sem hvarf úr verkum ákveðinna heimspekinga, en hélt áfram að vera höfuðatriði hjá öðrum. Það voru einmitt þannig atriði sem reyndu mest á Pufendorf og urðu þess valdandi að það dró í sundur með honum og kenningum Grotiusar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.