Hugur - 01.06.2009, Síða 105

Hugur - 01.06.2009, Síða 105
Manndómur 103 Síðasta atriðið sem skildi þessar tvær fylkingar að var einmitt afstaðan til skyn- semi mannsins. Sumir fylgismenn Thomasiusar tóku hefðinni sem Grotius reyndi að endurvekja þannig að þar með væru menn að gera því skóna að Guð hefði ekki til að bera neina eiginleika sem maðurinn hefði ekki.40 Almennt má segja að þeir fylgi þar þeirri hefð hjá mótmælendum að gera hvorki mikið úr skynsemi manns- ins né vilja. Aðeins einföldustu sannindi gátu verið siðferðinu til grundvallar án aðstoðar opinberunarinnar. Hjá Hobbes voru skynsemisboðin sjálfsbjargarvið- leitnin í stríðsástandinu, hjá Pufendorf það að viðhalda friði og spekt.41 Hugsuðir átjándu aldar urðu því að taka afstöðu til þessara þriggja atriða.42 Sú hefð sem Leibniz mælti fyrir gegn Pufendorf, og Wolff tók upp eftir honum, byggðist sem sagt á því að reyna að halda töluverðu eftir af kenningum skóla- spekinnar, a.m.k. að svo miklu leyti sem þær voru gagnrýndar af Hobbes og Puf- endorf, og bæta þar við strangari skynsemistrú en jafnvel Tómas hafði látið koma sér til hugar.43 En það er ekki þar með sagt að ekki hafi verið fjölmörg atriði sem greindu heimspekinga innan hinnar leibniz-wolffísku hefðar að. Það eru nokkur mikilvæg atriði sem skilja á milli höfuðspekinganna, Leibniz og Wolffs, m.a. ný- platonskar áherslur Leibniz.44 Má segja, og það skiptir mestu máli hér, að nátt- úruréttarkenningar þeirra séu keimlíkar og að Wolff hafi tekið eindregna afstöðu með Leibniz hvað varðar helstu spurningarnar. Þó má ekki gleyma því að hann sótti ekki síður beint tilTómasar og er tilgangshyggja hans mun aristótelískari en kenning Leibniz.45 Mannleg skynsemi og sjálfsfullkomnun einstaklingsins innan samfélags er þannig helsti grundvöllur náttúruréttarins. Ekkert er gott eða slæmt vegna þess að Guð hafi svo ákveðið heldur vegna þess að það er í eðli sínu gott eða slæmt. Slíkt er aðeins hægt að ákvarða út frá því hvort það hindrar eða hjálpar einstaklingum til farsældar. Skynsemi mannsins hefur möguleika á beinum að- gangi að eih'fum sannindum um tilgang mannsins ef henni er beitt rétt. Henni er líka gefið að átta sig á leiðum til að raungera þennan tilgang. 40 Þetta atriði er flókið raál sem erfitt er að gera full skil hér. Grunnhugmyndin var sú að menn ættu að forðast að tala um ákvarðanaferli Guðs í manngervingum. Descartes var einn þeirra heimspekinga sem byggðu hvað skýrast á þessari hugmynd. Hún átti þó almennt meira fylgi meðal heimspekinga mótmælenda sem lögðu mikið upp úr hinni hyldjúpu gjá milli manns og Guðs, sem þeir töldu aðeins hreina trú geta brúað. 41 Hobbes kallar það ástand að samfélag sé án laga og réttar „stríðsástand" (Warre), sjá Levi- athati I. hluta, 13. kafla. 42 Flestir hugsuðir á átjándu öld voru sammála um að skilningur á réttlæti og ranglæti færi ekki eftir hvaða trúdeild maður tilheyrði. 43 Ekki má gera of mikið úr skynsemishyggjuTómasar ef hún er þar með látin skyggja á hversu blæbrigðarík hugsun hans er hvað varðar sálarfræði siðferðilegrar breytni og hlutverk sam- viskunnar; sjá til dæmis R. McInerrny,„Ethics“, í Ihe Cambridge Companion toAquinas, ritstj. N. Kretzmann og E. Stump (Cambridge: Cambridge University Press, 1993). 44 Hér gefst ekki rúm til að útskýra í hverju munurinn milli Leibniz og Wolffs liggur, en hann á sér rætur í heimsmynd þeirra sem gerir ráð fyrir að grundvöllur veruleikans sé einfaldar verundir, sem ólíkt frumeindum atómista eru óefnislegar. Hjá Wolff virka verundirnar hver á aðra en samkvæmt Leibniz hafast þær við í frumspekilegri einangrun. 45 Wolff segir sjálfur að hann sæki mest til Tómasar í frumspeki og Descartes í aðferð. Frá Leibniz hafi hann aðeins fengið lánuð þrjú „hugtök“.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.