Hugur - 01.06.2009, Page 109
Manndómur
107
Og hvað getur þá náttúrulagakenning kennt okkur um réttindi; hvers konar
forskriftir eru náttúrulög? Það er heldur í tísku að tala fremur niðrandi um nátt-
úruréttarhugmyndir, aðrar en þær sem tengjast kenningu Lockes, á þeirri forsendu
að þær séu kenningar um skyldur en ekki réttindi.58 Þessi afstaða er að mörgu leyti
skiljanleg. Skyldur og réttindi geta farið illa saman.Til dæmis finnst mörgum það
vera réttur hvers manns að vera elskaður. Skyldan sem sá réttur leggur á aðra er
hins vegar þess eðlis að fáir eru reiðubúnir til að ræða um réttinn til ástar sem
mannréttindi. En skyldur geta einnig snúið að handhafa réttinda sjálfum fremur
en að öðrum aðilum. Og það eru þær skyldur sem tengjast einmitt réttindum hvað
skýrast. Aður en við lítum á þær skyldur verður að nefna að sú skoðun að réttindi
þekkist ekki í heimspeki Tómasar og fylgismanna hans byggist á misskilningi.
Réttindi voru leiðirnar til þess að ná þeim markmiðum sem náttúrulögin leiddu
mönnum fyrir sjónir. Réttur til frelsis og eignarréttur komu til dæmis skýrt fram
hjá Suarez. Grotius ræddi einnig um einstaklinga með réttindi sem grunneiningar
samfélagsins og að það væri í eðli sínu rangt að ganga gegn þeim réttindum - þau
gengju alltaf fyrir settum lögum. Pufendorf sneri þessu við, en gerði ekki ráð fyrir
að rétt sett lög myndu nokkurn tíma ganga gegn grundvaUarréttindum. Christian
Wolff ræddi svo meðfædd réttindi hvað skýrast og þá á forsendum sem eiga sér
uppruna hjá Tómasi.59 Skyldan kemur vissulega á undan, en sú skylda á að vera
okkur ljúf. Hver og einn er skuldbundinn hinu góða og rétta.60 Við hefjum hverja
vegferð á skorti og það er skylda hvers og eins, markmið hans, að bæta þann skort.
Náttúruréttur sem mannréttindi er samkvæmt þessum skilningi bæði náttúruleg
skylda okkar og meðfædd réttindi. Mér sýnist að Jón Eiríksson hafi verið sama
sinnis; hann gerir að sjálfsögðu ekki „mannréttindi“ að umtalsefni í handritunum,
en skylduhugtak Wolffs er honum hugleikið og réttindi ræðir hann ítarlega án
þess að hverfa frá þeirri hefð sem lýst hefiir verið hér að framan.61
Þeirri tilgátu er hægt að varpa fram hvort mikið af þeirri umfjöllun sem hefur
beinst gegn náttúrurétti eins og hann er túlkaður hjá þeim höfundum sem rituðu
við upphaf nýaldar, missi ekki marks þar sem sú kenning sem þá var sett fram og
aðrar normatívar siðfræðikenningar um einhver áhersluatriði. Einungis þeir sem aðhylltust
siðferðilega stakhyggju (e. moralparticularism) náðu aldrei samhljóm með David.
58 Svanborg Sigmarsdóttir, „Mannréttindi: Pólitík eða lögfræði?", bls. 114 (neðanmálsgr. 2),
hafnar til dæmis því að mannréttindi geti sem hugtak átt sér sögu sem nær lengra aftur en
til Lockes.
59 Wolff tekst reyndar að leiða sérkennilegar niðurstöður af eigin kenningum, t.d. til stuðnings
þrælahaldi, og afsanna þar með eigin fullyrðingu um að það sem sé stórkostlegast við hans
eigin heimspeki sé að ómögulegt sé að gagnrýna hana nema bregða fyrir sig setningum sem
séu augljóslega rangar.
60 Mér virðist Wolff nota latnesku hugtökin officia og obligationes yfir skyldur sitt á hvað í
verkum sínum.
61 Sjá undirkafla númer 23 í Naturretens historie og fyrstu undirkafla seinni hluta/m naturæ. Það
er þó verðugt rannsóknarefni hvort það sem Jón kallar „Rettigheder som ethvert Mennske
har i henseende til sig selvM geti verið að einhverju leyti lagt að jöfnu við mannréttindahugtak
samtímans.