Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 109

Hugur - 01.06.2009, Blaðsíða 109
Manndómur 107 Og hvað getur þá náttúrulagakenning kennt okkur um réttindi; hvers konar forskriftir eru náttúrulög? Það er heldur í tísku að tala fremur niðrandi um nátt- úruréttarhugmyndir, aðrar en þær sem tengjast kenningu Lockes, á þeirri forsendu að þær séu kenningar um skyldur en ekki réttindi.58 Þessi afstaða er að mörgu leyti skiljanleg. Skyldur og réttindi geta farið illa saman.Til dæmis finnst mörgum það vera réttur hvers manns að vera elskaður. Skyldan sem sá réttur leggur á aðra er hins vegar þess eðlis að fáir eru reiðubúnir til að ræða um réttinn til ástar sem mannréttindi. En skyldur geta einnig snúið að handhafa réttinda sjálfum fremur en að öðrum aðilum. Og það eru þær skyldur sem tengjast einmitt réttindum hvað skýrast. Aður en við lítum á þær skyldur verður að nefna að sú skoðun að réttindi þekkist ekki í heimspeki Tómasar og fylgismanna hans byggist á misskilningi. Réttindi voru leiðirnar til þess að ná þeim markmiðum sem náttúrulögin leiddu mönnum fyrir sjónir. Réttur til frelsis og eignarréttur komu til dæmis skýrt fram hjá Suarez. Grotius ræddi einnig um einstaklinga með réttindi sem grunneiningar samfélagsins og að það væri í eðli sínu rangt að ganga gegn þeim réttindum - þau gengju alltaf fyrir settum lögum. Pufendorf sneri þessu við, en gerði ekki ráð fyrir að rétt sett lög myndu nokkurn tíma ganga gegn grundvaUarréttindum. Christian Wolff ræddi svo meðfædd réttindi hvað skýrast og þá á forsendum sem eiga sér uppruna hjá Tómasi.59 Skyldan kemur vissulega á undan, en sú skylda á að vera okkur ljúf. Hver og einn er skuldbundinn hinu góða og rétta.60 Við hefjum hverja vegferð á skorti og það er skylda hvers og eins, markmið hans, að bæta þann skort. Náttúruréttur sem mannréttindi er samkvæmt þessum skilningi bæði náttúruleg skylda okkar og meðfædd réttindi. Mér sýnist að Jón Eiríksson hafi verið sama sinnis; hann gerir að sjálfsögðu ekki „mannréttindi“ að umtalsefni í handritunum, en skylduhugtak Wolffs er honum hugleikið og réttindi ræðir hann ítarlega án þess að hverfa frá þeirri hefð sem lýst hefiir verið hér að framan.61 Þeirri tilgátu er hægt að varpa fram hvort mikið af þeirri umfjöllun sem hefur beinst gegn náttúrurétti eins og hann er túlkaður hjá þeim höfundum sem rituðu við upphaf nýaldar, missi ekki marks þar sem sú kenning sem þá var sett fram og aðrar normatívar siðfræðikenningar um einhver áhersluatriði. Einungis þeir sem aðhylltust siðferðilega stakhyggju (e. moralparticularism) náðu aldrei samhljóm með David. 58 Svanborg Sigmarsdóttir, „Mannréttindi: Pólitík eða lögfræði?", bls. 114 (neðanmálsgr. 2), hafnar til dæmis því að mannréttindi geti sem hugtak átt sér sögu sem nær lengra aftur en til Lockes. 59 Wolff tekst reyndar að leiða sérkennilegar niðurstöður af eigin kenningum, t.d. til stuðnings þrælahaldi, og afsanna þar með eigin fullyrðingu um að það sem sé stórkostlegast við hans eigin heimspeki sé að ómögulegt sé að gagnrýna hana nema bregða fyrir sig setningum sem séu augljóslega rangar. 60 Mér virðist Wolff nota latnesku hugtökin officia og obligationes yfir skyldur sitt á hvað í verkum sínum. 61 Sjá undirkafla númer 23 í Naturretens historie og fyrstu undirkafla seinni hluta/m naturæ. Það er þó verðugt rannsóknarefni hvort það sem Jón kallar „Rettigheder som ethvert Mennske har i henseende til sig selvM geti verið að einhverju leyti lagt að jöfnu við mannréttindahugtak samtímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.