Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 120
118
Giorgio Baruchello
skapur, harðstjórn og þar fram eftir götunum?" Ennfremur: „Sé því svarað til að
öll raunveruleg illska sé grimmd í ólíkum myndum, þá felur frjálslyndisstefnan í
sér þá trú að raunveruleg illska sé það versta sem við gerumst sek um [...] [og]
hver myndi leggjast gegn því?“40
(2) Skilgreiningin á frjálslyndisstefnu sem andstöðu við grimmd felur í sér ,vill-
andi siðvöndun': hún „gefur í skyn að andstæðingar frjálslyndisstefnu séu síður
mótfallnir grimmd en þeir sem aðhyllist frjálslyndisstefnu og að þeir sem blöskri
grimmd hæfilega mikið hafi þar með gengið í raðir frjálslyndra nauðugir vilj-
ugir.“41 Kekes vill ekki teljast aðhyllast fijálslyndisstefnu eingöngu vegna þess að
hann sé á móti grimmd. En hann er í raun mótfallinn grimmd og viðurkennir að
hann hafi „skilning á slagorðinu“ að svo miklu leyti sem það höfði til „djúpstæðra
siðferðiskennda". Engu að síður kýs hann að kenna sig ekki við frjálslyndisstefhu,
vegna þess að frjálslyndisstefnan væri ekki besta pólitíska úrræðið sem völ væri á,
ef ætlun manns væri í raun að vera andsnúinn grimmd. Kekes orðar það á þann
veg að „sá sem [trúi] staðfasdega á þessa hugmynd myndi frekar hneigjast í átt að
íhaldsstefnu en frjálslyndisstefnu.“42
(3) Frjálslyndisstefna almennt, en ekki bara sú sem kennd er við ótta, er of gjörn
á að ýta undir grimmd frekar en að veita henni mótstöðu. Nánar tiltekið skapar
frjálslyndisstefna æ fleiri tækifæri til tjáningar í mannlegum athöfnum með því að
veita fólki sífellt meira frelsi. Vissulega geta gerendur slíkra athafna skapað ein-
hvern varning eða listaverk, en frjálsræðið getur einnig birst sem glæpur, ofbeldi
og misnotkun. Með því að verja og stuðla að frelsi sem sínu æðsta markmiði grefur
frjálslyndisstefnan gröf friðsamlegs samh'fis og ryður ný og opnari svæði þar sem
grimmd getur átt sér stað.
Fyrsta gagnrýni Kekes er einna líklegust til að missa marks. Því fer fjarri að
Kekes veiki málflutning Rortys og Shklar, hann sýnir nefnilega einmitt að margar
tegundir illsku sem allir fyrirlíta megi fordæma sem grimmdarverk og þannig
færir hann okkur heim sanninn um að óttafijálslyndisstefna takist á við afar mikil-
væg og áríðandi efni. Onnur gagnrýnin er sennilega ekki eins fjarri lagi. Vitanlega
eru íjölmörg dæmi þess að andstaða við grimmd sé allskostar óháð frjálslyndis-
stefnu, allt frá De clementia eftir Seneca til samfélagslegra kennisetninga kaþólsku
kirkjunnar nú á dögum. Hugsanlega gerast Shklar og Rorty sek um einfeldni
gagnvart hinni margbrotnu sögu sem býr að baki kenningunni um andstöðu við
grimmd, því að hún var ekki íundin upp af frjálslyndum. Það er því athyglisvert
og upplýsandi þegar Rorty viðurkennir að þeir sem aðhyhist frjálslyndisstefnu, þar
á meðal hann sjálfur, vilji notfæra sér hina kristnu hefð kærleiks og samstöðu „án
þess þó að gera ráð fyrir kennisetningunum sem þeirri hefð fylgir“, þ.e.a.s. trú á
hina æðstu veru eða örlög sem stjórnast af guðlegri forsjón.43
40 John Kekes, „Cruelty and Liberalism" (skammstafað CL héðan í frá), s. 835.
41 CL, s. 836-8.
42 CL, s. 836-8.
43 PPi, s. 176.
J