Hugur - 01.06.2009, Page 147

Hugur - 01.06.2009, Page 147
Inngangur að hugsun Emmanuels Levinas 145 I. Siðfrœðin sem „jyrsta heimspeki“: almenn kynning Oft er því haldið fram að Levinas hafi sett fram siðfræðikenningu. Kenning hans er þó ólík þeirri siðfræði sem kennd er í siðfræðinámskeiðum samtímans. Levinas hefur engan áhuga á að flokka, tákna eða reikna út breytni, ætlun eða afleiðingar athafna tiltekinna gerenda (eins og til dæmis er gert í skyldusiðfræði Kants eða afleiðingasiðfræði Mills). Ekki vakir heldur fyrir honum að fjalla um dygðir sem leggja þarf rækt við til að tryggja velferð samfélagsins og einstaklingsins. Siðfræði Levinas hafnar satt að segja þeirri hugmynd að til séu fullbúin siðfræðikerfi og siðferðilegar forskriftir sem búi í haginn fyrir tiltekna skilgreiningu á hinu góða: til að sneiða hjá gildru fastákvarðaðra siðfræðikerfa sem eru ofbeldiskennd í eðli sínu - því að þau beita einstaklinga og tengsl þeirra „valdi“ með því að táknbinda þau og koma þeim fyrir í hegðunarkerfi - lætur hann ógert að eigna siðfræði sinni nokkurs konar vísandi þátt. Siðfræði Levinas er orðræða sem fjallar um skilyrði þess að „hið góða“ geti verið að verki í manninum, og fyrir vikið getur hún ekki gert tilkall til þess að leysa úr siðfræðilegum álitamálum, að minnsta kosti ekki beint. Levinas ætlar sér með öðrum orðum ekld að setja fram siðfræðikenningu sem gerði okkur kleift að ákveða hvernig við eigum að haga okkur. Öllu heldur er markmið hans að móta fyrirbærafræði siðfræðilegra tengsla. Levinas varð fyrir miklum áhrifum af greiningu Husserls á „óvirkri samþættingu" (þý. passive Synthesis),2 og ein fyrsta staðhæfingin sem Levinas setur fram á sviði siðfræðinnar er á þá leið að tilraunir til að grundvalla hið góða og réttláta í kerfis- bundnum kenningum (sem þar með eru í eðli sínu af meiði skynsemishyggju) horfi fram hjá óvirkni manna andspænis hlutskipti sínu — óvirkni sem er til staðar í hvers kyns siðfræðilegum tengslum. Siðfræðin getur ekki, að mati Levinas, oltið á geranda sem væri fyrirfram frjáls og óbundinn öðrum. Frelsið sem frjáls sjálfsvera nýtur er einungis mögulegt eftir að hún hefur myndað tengsl við aðrar mannverur. Þannig sprettur frelsið úr jarðvegi ábyrgðarinnar sem undir liggur. Þessi ábyrgð er hvorki afleiðing af boðorði né af því að sett er fram regla með tilvísun til sam- félagssáttmála, heldur er hún viðurkenning þess tengslabundna grundvallar sem umlykur mannveruna. Upphaflega er maðurinn ekki vera sem er „kastað" (þý. ge- ivorfen) inn í heiminn eins og hjá Heidegger; þvert á móti stendur hann í tengslum allt frá upphafi og öðru fremur. Til dæmis er vissulega hægt að láta ógert að breyta í samræmi við ábyrgðina sem umvefur mig andspænis annarri mannveru sem kall- ar á hjálp. En jafnframt er ljóst að frelsi mitt til að breyta í samræmi við þessa ábyrgð, eða ekki, veltur á þeirri staðreynd að mér er yfirhöfuð mögulegt að heyra þetta ákall Hins.3 Og sú staðreynd að ég get tekið við þessu ákalli veltur ekki á 2 Sbr. Edmund Husserl, De la synthésepasstve: Logique transcendantale et constitutions origin- aires, þýð. Bruce Bcgout og Jean Kessler, Grenoble, Jéróme Millon, Collection Krisis, 1998. Textarnir komu upphaflega út 1918 og 1926. 3 Levinas ritar „Hinn“ (fr. l'Autre, í ákveðnum skilningi) með stórum staf til aðgreiningar frá „hinum“ (fr. un autre eða les autres, í eintölu eða fleirtölu, í óákveðnum skilningi). Síðarnefnda merkingin vísar til tilkomu þriðja aðila og lætur því ekki óviðjafnanleika [intransitivité] Hins njóta sannmælis; „óviðjafnanleiki" vísar hér til þeirrar staðreyndar að ekki er hægt að leggja Hinn að jöfnu við hinn (þ.e. þá persónu sem stendur andspænis mér við þriðja aðila).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.