Hugur - 01.06.2009, Qupperneq 155
Inngangur að hugsun Emmanuels Levinas
153
veruleika minn holar að innan getu mína til að geragreinJyrir hlutunum (þ.e. getu
mína til að h'ta á hlutina í umheiminum sem „viðföng" min). Þannig koma fram
á sjónarsviðið hughrif sem allir menn finna til á borð við skömm og ábyrgð. Með
þessi hugtök í huga tekur Levinas skrefið frá hugtakinu um yfirstigið yfir í „yfir-
uppstigið“. Þar á hann við tengsl þar sem Hinn stendur ofar mér og skyldar mig
til að svara sér, beina orðum mínum til sín eða eigna sér tilvist sem „eiginnafni"
fyrir mér. Andspænis mér er Hinn ekki maður eins og aðrir, hann er bara hann og
hann þarfnast engra hugtaka til að geta birst: einber návist hans segir „hér er ég!“.
Hvað morðið varðar, þá getur það komið til sem viðbragð við „yfirburðum“ Hins,
við hatrinu, skömminni eða ábyrgðinni sem ég finn til andspænis honum.
Þessi hrifbundnu tengsl geta semsé alið af sér ást rétt eins og hatur - vegna þess
að Hinn sem kallar á mig leggur á mig skyldu. I stað þess að taka á móti Hinum
get ég barið hann eða drepið. Eg get h'ka iðkað „hversdagslegra“ hatur og beitt
hann því ofbeldi að koma honum fyrir í hugtakakví, taka til máls og gera grein
fyrir honum og lýsa honum enda þótt ég geti ekki þar með þurrausið þá óendan-
legu merkingu sem í honum býr. Þar af - af þessum samsemdarlýsingum veru-
fræðinnar sem frelsið geför kost á og maðurinn færir sér í nyt (frelsið til að segja
er y“ eða „A = A“, eins og Levinas bendir á) - hlýst líka möguleikinn á verstu
myndum útskúfönar: rasisma, kynjarembingi, því að setja fólk undir sama hatt, og,
síðast en ekki síst, stríði. Þegar Hinn er ekki skoðaður í einstæði sínu og óendan-
leika, þegar litið er á hann sem tegund, kyn, þjóðarbrot eða hluta af hópi, verður
hann að fulltrúa þess hóps og glatar merkingu sinni, andliti og holdi.
Af þessum sökum nefnist annað meginverk Levinas Oðruvísi en veran eða
handan eðlisins (Autrement quétre ou au-dela de l’essence, 1974). I þessu margflókna
verki útfærir Levinas nánar ýmis meginstef Heildar og óendanleika og umbreytir
þeim. Ef velja ætti eina hugmynd úr verkinu og gera henni skil í þessari stuttu
greinargerð fyrir heimspeki Levinas kæmi hugtakið um atvikshátt sterklega til
greina, en með þessu hugtaki skerpir Levinas hugsun sína. I því felst að ekki verð-
ur sagt um Hinn að hann se' í afdráttarlausri merkingu þess orðs. En þetta felur
samt ekki í sér að líta eigi á Hinn sem neind, þ.e. sem „andstæðu verunnar11. Lev-
inas skýrir nánar þessa hugsun sína með eftirfarandi orðum:
Hverfa til þess sem er annar eða annað en veran, öðruvísi en veran. Ekki
vera öðruvísi, heldur öðruvísi en veran. Ekki heldur að vera ekki. Að hverfa
til er hér ekki það sama og að deyja. Veran og ekki-veran varpa ljósi hvor
á aðra og knýja áfram íhugandi díalektík sem er tiltekin ákvörðun ver-
unnar. [...] Að vera eða vera ekki - spurninguna um handanveruna er
semsé ekki að finna þar. Yrðingin um það sem er annar eða annað en
veran - um það sem er öðruvísi en veran - telur sig halda fram mismun
sem er handan munarins á veru og neind: raunar er það mismunur þess
sem er handan, mismunur handanverunnar. En um leið vaknar sú spurn-
ing hvort atviksorðið öðruvísi í orðasambandinu öðruvisi en veran tengist
ekki óhjákvæmilega sögninni að vera þó að orðið sjálft sneiði hjá sögninni
að yfirlögðu ráði. Þannig að táknmið sagnorðsins byggi óhjákvæmilega í