Hugur - 01.06.2009, Síða 190
188
Hugur
Ritdómar
sem Garðar talar um birtist í sögulegri og
heimspekilegri greiningu á valdi, þekkingu
og sjálfinu á afmörkuðum tímabilum og
sviðum; til dæmis greiningu á því hvernig
valdaafstæður tengjast refsiathöfnum og
fyrirkomulagi fangelsismála í nútímanum.
Hubert Dreyfus og Paul Rabinow halda
því fram að Foucault hafi mótað nýja að-
ferð sem fari handan formgerðarhyggju og
túlkunarfræði, en Gary Gutting hefur lagt
áherslu á það í skrifum sínum um Foucault
að í verkunum sé enga aðferðafræðilega eða
fræðilega einingu að finna sem nota megi
til að setja fram túlkun sem nái utan um
kenningar og verk Foucaults í heild sinni.
Gutting telur að verk Foucaults falli í marga,
ólíka flokka og sérhvert þeirra einkennist af
ákveðnu vandamáli sem tekist er á við og
með aðferð sem markast af viðfangsefninu.1
Greinarnar og bókarkaflarnir sem liggja
til grundvallar í Alsœi, vald og pekking eru
til vitnis um margvíslegar hugmyndir,
breytileg viðfangsefni og aðferðir í verkum
Foucaults og endurspegla ágætlega hug-
myndir Guttings um verkin í heild sinni.
Þessi margbreytileiki innan höfundarverks
Foucaults hefur einnig gert það að verkum
að hugmyndir hans hafa reynst áhrifamiklar
á flestum sviðum hug- og félagsvísinda,
eins og t.d. heimspeki, bókmenntafræði,
kynjafræði, sagnfræði, stjórnmálafræði,
félagsfræði, menningarfræði og uppeldis-
og menntunarfræði. Og því má ætla að
greinasafnið nýtist þeim vel sem hafa áhuga
á þessum ólíku sviðum og vilja nálgast þau
með þverfaglegum hætti.
I innganginum gerir Garðar grein fyr-
ir ævi og umgjörð kenningasmíðar Fou-
caults, aðallega tengslunum við hefð póst-
strúktúralismans, og setur greinarnar og
kaflana í almennt samhengi: „Lagsmeyj-
arnar“ og „Hvað er höfundur?" við greiningu
Foucaults á orðræðunni og samspili hennar
við hugsunarkerfi sem skilgreinir mögu-
leika og takmarkanir merkingarsviðsins
hverju sinni; „Líkama hinna dæmdu“ og
„Alsæishyggju“ við vensl valds, þekkingar
og líkama innan ögunarkerfis klassíska
tímans; „Við hinir, viktoríumenn" og „Bæl-
ingartilgátuna" við greiningu á tengslum
orðræðu, kynferðis og valds (og sem vísar
áfram til sjálfstækninnar sem Foucault gerði
að meginviðfangsefni næstu tveggja rita
sinna um Sögu kynferðisins)-, og að lokum
er að finna þýðingu á „Nietzsche, sifjafræði,
saga“ sem er til marks um aðferðafræði-
legan áhuga Foucaults á sifjafræði sem
rannsóknartæki á valdaafstæðum, það er
að segja á þeim kröftum er móta söguna
og samtímann. Þess ber þó að geta að text-
inn um Nietzsche birtist upphaflega í riti
til minningar um Jean Hyppolyte og er
þeirrar gerðar sem Foucault á oft að hafa
unnið fyrir þennan fyrrum kennara sinn
við Ecole Normale Supérieure; það sem
frakkar kalla explication de texte. Það þýðir
að í textanum er að finna útlistun Foucaults
á hugmyndum Nietzsches um sifjafræði,
en þar er lítið að finna um aðlaganir eða
beitingu aðferðarinnar eins og hún kemur
fyrir í verki Foucaults sjálfs.2 Af einhverjum
ástæðum ræðir Garðar hvorki textann né
áhrif Nietzsches á hugsun Foucaults að
neinu marki í innganginum. I gegnum
greinarnar myndar greinasafnið þó ákveðna
samfellu frá fornminjafræði til sifjafræði,
frá undirliggjandi þekkingarfræðilegum
viðmiðum að greiningu á valdi, í gegnum
lykilhugtök á borð við orðræðu, líkama og
alsæi, og því er óhætt að segja að bókin
geymi heilsteypt safn og markvisst. Text-
arnir eru þar að auki allir mikilvægir þættir
í höfundarverki Foucaults og þeim ber að
fagna sem slíkum.
Að manni læðist aftur á móti sá grunur
að útgáfa slíks úrvals greina og bókarkafla
muni verða til þess að ekki verði ráðist í
þýðingu á neinni af bókum Foucaults. Ut
hafa komið ýmsar þýðingar á Foucault nú
þegar og má þar t.d. nefna „Skipan orð-
ræðunnar", greinarnar um upplýsinguna
„Hvað er upplýsing?“ og „Hvað er upp-
lýsing? Hvað er bylting?" og hið metn-
aðarfulla verk Utisetur sem inniheldur
kafla úr Geðveiki og siðmenningu auk skrifa
tengdum ritdeilu Foucaults og Jacques
Derrida. - En ekkert verk Foucaults hefur
enn komið út í heild sinni á íslensku! Því má
spyrja: Hefði kannski verið nær að þýða Sögu
kynferðisins I eins og hún leggur sig, ekki síst
þar sem nær helmingur bókarinnar birtist í
greinasafninu sem hér er til umfjöllunnar?
Eða jafnvel Gaslu og refsingu, vegna áhrifa-
mikillar lýsingar á líkamanum sem við-