Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 6
dvíni, og- félagarnii' fjarlægist og heltist smátt og
smátt úr lestinni, nema hægt sé að skapa eitthvert líf-
rænt samband milli þeirra innbyrðis og svo skólans.
Þetta ætti að geta tekizt með því að gefa rit sam-
bandsins út hvert ár. Þar gætu nemendur skrifað um
áhugamál sín. Þar fengju þeir árlega fregnir af félög-
um sínum og skólanum o. s. frv. Það ætti að geta
orðið málgagn Laugvetninga, þar sem þeir tækju hönd-
um saman um áhugamál sín.
Þetta fyrsta rit ber að ýmsu leyti annan blæ en síð-
ari rit munu gera. í þetta sinn birtist aðeins fátt af
því, sem nemendur sjálfir hafa lagt til. Iíafa þeir nú
þegar lagt af mörkum allmargar ritgerðir, sem geymd-
ar verða, þar til næst verður ráðist í útgáfu ritsins.
Það þótti sjálfsagt, að í þessu riti birtist ágrip af
sögu héraðsskólamáls Sunnlendinga. Þær ritgerðir taka
svo mikið rúm, að margt verður að bíða.
Böðvar Magnússon, Laugarvatni og Jónas Jónsson
skólastjóri tóku að sér að rita sögu skólamálsins, sam-
kvæmt ósk stjórnar nemendasambandsins Hafa báð-
ir þessir menn tekið mjög mikinn þátt í þessu
máli og hafa oftsinnis staðið hlið við hlið, þegar þung-
legast horfði. Þeir eru því þessu máli allra manna
kunnastir. Skiptu þeir síðan með sér verkum, þannig,
að Böðvar Magnússon tók að sér sögu málsins í héraði,
en Jónas Jónsson þann hlutann, sem sérstaklega snýr
að þingi og landstjórn.
Gunnar Eggertsson ritar grein um sambandið og
tilgang þess. Á meðan hann dvaldi í skólanum, var
hann ætíð hinn áhugasamasti og stoð og stytta félags-
lífsins. Hann átti frumkvæðið að því, að nemendasam-
bandið var stofnað.
Guðmundur Ölafsson ritar nemendaannál o.fl. Er ann-
állinn ekki eins ítarlegur eins og æskilegt væri. Vildi
ég því nota tækifærið og minna nemendur á að gleyma