Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 12
10
yrði að taka á sig- vegna skólahaldsins, myndi verða
um kr. 900,00.
Tók sýslunefnd þessu vel og- þar sem kostnaður yrði
ekki meiri en þetta, áleit hún að sýslufélaginu væri
alls ekki ofvaxið að standa straum af rekstri skólans.
Fól hún síðan mönnum þeim, sem kosnir voru árið
1909, að halda áfram störfum sínum í þessu máli. Jafn-
framt gekkst sýslunefndin fyrir því, að ritað var um
málið í blaðinu „Suðurland".
Heldur er daufara hljóðið í sýslunefnd Rangæinga,
enda þótt hún telji þetta „hið mesta velferðarmál" og
hafi ekkert út á tillögur nefndarinnar að setja. —
Hinsvegar þykir nefndinni-------„viðurhlutamikið að
taka fasta ákvörðun í svo þýðingarmiklu máli, fyr en
því hefir vérið hreyft á almennum fundum í hreppun-
um, og búið að leita eftir óskum manna gagmvart
skólastofnun þessari.“
Sýslunefnd fól síðan oddvita sínum að bera málið
upp í hreppunum á manntalsþingum.
Árið 1912 kemur skólamálið enn fyrir báðar sýslu-
nefndir. Virðist nú vera mikill áhugi fyrir málinu í
báðum sýslum. Sérstaklega þó í Ámessýslu.
Sýslufundur Árnesinga telur nú, að næst liggi fyrir
að hrinda málinu í framkvæmd sem allra fyrst og
kjósa nú þegar framkvæmdanefnd, sem skipuð sé ein-
um manni úr hverri sýslu, en skerist Skaftafellssýsla
úr leik, þá kjósi hinar sýslurnar sér oddamann. —
Telur sýslunefnd að verkefni framkvæmdamefndar-
innar sé sérstaklega þetta: Velja heppilegan skólastað,
útvega nægilegt fé og ráða forstöðumann og kennara.
Það var samhuga vilji sýslunefndarinnar, að flýta nú
málinu sem mest. — Sýslunefnd kaus sr. Gísla Skúla-
son á Stóra-Hrauni í framkvæmdanefndina.
Málið virðist og hafa verið vel vakandi í Rangár-
vallasýslu 1912. Hafði málinu verið skotið undir um-
sögn hreppsbúa, eins og áður er sagt. — Var sam-