Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 16
14
þessar samþykkti sýslunefndin með öllum atkvæðum.
Þannig fór þá um samkomulagið um samskóla, fyrst
fyrir sýslurnar 3 og síðan Rangárvalla- og Árnessýslu.
Að vísu var það Árnessýsla, sem kippti að sér hend-
inni í þetta sinn. Byggðist það að nokkru leyti á því,
að sýslunefnd Árnessýslu var ekki ánægð með staðar-
valið, þótti staðurinn of austarlega, þegar aðeins var
um skóla að gera fyrir Rangárvalla- og Árnessýslu.
Mun Ámesingum og hafa litist svo, að þeir ættu völ
á heppilegri stöðum til skólaseturs í sinni sýslu. Enda
þótti þeim daufar undirtektir í Rangárvallasýslu, jafn-
vel um skólastaðinn. Verður ekki á móti þessu mælt,
þar sem það er marið fram með jöfnum atkvæðum, úr-
slitaatkvæði sýslumanns, að velja Stórólfshvol. Hafði
þó sýslumaður Rangæinga sýnt einbeitni og dugnað í
þessu máli frá því fyrsta.
Hvað sem þessu líður, hvílist nú málið í Rangár-
vallasýslu í 11 ár, fram til 1924. Má það að vísu eðli-
legt þykja eftir þessi þreytandi átök milli sýslumanna
í málinu frá upphafi. Ekki mun þó minna hafa valdið
um, að nú dundi heimsstyrjöldin yfir með sínum erfið-
leikum.
Málinu er haldið vakandi í Ámessýslu. Árið 1918
kemur það fyrir sýslufundinn þar. Eru þá hugir manna
orðnir nokkuð á reiki um skólann. Vilja nú sumir koma
upp bændaskóla á Suðurlandsundirlendinu. Var í því
augnamiði bent á Skálholt sem skólasetur. En fljótt
er horfið frá þessari hugmynd.
Enn kom málið fyrir sýslufund Árnessýslu 1919. Var
þá kjörin 5 manna nefnd til þess að íhuga og koma
fram með tillögur í skólamálinu. Kom nefnd þessi fram
með svofelldar tillögur:
1. Sýslunefndin skorar á Alþingi og landstjórn að
taka alþýðuskólamálið í heild sinni til gagngerðrar
meðferðar.
2. Hvað Suðurlandsundirlendið sérstaklega snertir,