Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 20
18
hreppi með þeim tilmælum, að hún vilji gangast fyrir sams-
konar samskotum í sveit sinni og leiti til þess samvinnu, ef
henni sýnist svo, við ungmennafélag sveitarinnar eða önnur
félög, ef til eru, ennfremur við sóknarprestinn og aðra mals-
metandi menn hreppsins. Væri oss kært, að þér létuð oss
síðar vita um órangurinn, og hugsum vér oss, að sýslunefnd-
unum sé jafnframt gert aðvart, hve mikið safnast í liverri
sveit.
Felum vér svo málið yður á hendur, í bezta trausti og
með ósk um góðan árangur.
Bréf um þetta efni má senda til undirritaðs nefndar-
formanns.
Grímsneshreppi, 3. janúar 1920.
Virðingarfyllst.
Gunnl. þorsteinsson
Kiðjabergi.
Magnús þorkelsson
Vaðnesi.
Jóh. Einarsson
Eyyík.
porsteinn Briem, Mosfelli
formaður.
Magnús Jónsson
Klausturhólum.
Asm. Eríksson
Apavatni.
Diðrik Stefánsson
Vatnsholti.
Guðl. JJórðarson
Vatnsnesi.
Stefán Diðriksson
Minniborg.
Guðm. Bjarnason
Seli.
Gísli Guðmundsson Skúli Gunnlaugsson
Ilólakoti. Kiðjabergi.
Björgvin Magnússon
Klausturhólum.
Sá galli var á þessari fjársöfnun, að samskotafénu
var ekki safnað þá þegar, eins og átt hefði að vera.
Hefði þá mátt grípa til fjárins, hvenær og hvar sem
skólinn yrði reistur. Þetta hafði líka vakað fyrir Gríms-
nesingum, þegar þeir byrjuðu fjársöfnunina, enda
lögðu þeir mikinn hluta af fé því, er þeir söfnuðu í
sjóð.
Eitt af því, sem gerði innköllun fjárins erfiða, voru
hinar breyttu fjárhagsástæður bænda frá 1920—1926,
þegar til peninganna átti að tatka, svo að litlu hægara
var að greiða 100 kr. 1926 heldur en 500 kr. 1920.
Árið 1924 tekur sýslunefnd Ámesinga upp málið að
nýju. Er þá á fundi kosin nefnd í málið. Þessir kosnir: