Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 23
21
foss í ViUingaholtshreppi, Reykir á Skeiðura, Þingvell-
ir, Efri-Hvoll í Rangárvallasýslu og Árbær í sömu
sýslu.
Þriggja manna nefndin, sem koáin var 1924 hafði nú
haidið fundi í flestum hreppum sýslunnar og leitað
fyrir sér um gjafaloforð áhugamannanna í sveitunum.
Fékk hún allmörg viðbótarloforð um skilyrðisbundin
fjárframlög. Einnig hafði hún fengið húsameistara til
þess að skoða alla þá staði, sem nefndir höfðu verið
til skólaseturs, og fylgir hér álit húsameistara, hr.
Guðjóns Samúelssonar, á þessum stöðum:
„Reykjavík, 29. september 1924.
Eftir ósk liæstv. ráðherra Jóns Magnússonar fór ég 15.
þ. m. austur í Árnessýslu til að skoða stað þá, sem sérstak-
lega hafði veriö bent á sem heppilega fyrir unglingaskóla-
setur. I sambandi við þessa skoðun mína, skal ég gefa hinu
háa ráðuneyti eftirfarandi lýsingu á stöðunum.
Staðirnir voru: Hveraheiði i Ytrihrepp, Skálliolt, Reyk-
holt, Laug og Haukadalur í Biskupstungum og Laugardalur
í Laugadal.
Hveraheiði. Hveraheiði er vallendisbakki meðfram
austanverðum Briðjuholtsmúla. Nokkuð norðar en Grafar-
bakki. Hússtæðið er fallegast suðaustan tii á bakkanum; er
þar þnrt og mjög grunnt á fastan. jarðveg. Nóg möl og sand-
ur er íétt við hússtæðið, og er því mjög ódýrt að ná í það.
Drykkjarvatn næst úr uppsprettulind norðaustan við staðinn
i um 480 m fjarhrgð frá hússtæðinu. Uppsprettulindin
liggur nokkru hærra en liússtæðið og getur því vatnið runn-
ið sjálfkrafa að og um ailt liúsið. í suðvestur í um 420 m
fjarlægð frá hússtæðinu eru hverir margir, og er Vaðmála-
hver langstærstur. Ef nota ætti eitthvað af hverum þessum
til upphitunar, mætti byggja. yfir þá og leiða svo gufuna
eftir rörum i tilheyrandi ofna i skólahúsinu.
þar sem hitinn í hverum þessum er aðeins 90—95° verður
ekki sagt með vissu, hvort takast mætti að leiða gufuna svo
langan veg til hitunar, scm hér er um að ræða, nema með
því að gera tilraun, en sú tilraun myndi kosta mjög mikið.
Húsið er ekki unnt að flytja nær hverunum en fvr er sagt,
v því mjög hlaut mýri er milli hveranna og vallendisbakkans