Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 27
25
að að byggja svo kringum þá, að slíkt þurfi ekki að koma
fyrir. Ef gufan reyndist ekki næg til upphitunar, mætti einn-
ig leiða kait vatn úr pípu þeirri, er drykkjarvatnið rennur
eftir, í sérstakt rör, er lægi gegnum hverinn, og svo í húsið.
þetta yrði ekki mjög kostnaðarsamt en sú upphitun mjög ör-
ugg. Töluvert uppsprettuvatn er í svonefndu Vatnslækja-
gili, 24 m hærra en hússtæðið. Ekki fullyx’ði ég, að þetta vatn
yiði nægilegt í rnjög miklum þuikum. En beint niður undan
hússtæðinu og i 60 m fjarlægð frá því, má fá nóg uppsprettu-
vatn; en ekki yrði hægt að leiða það að húsinu, því það iigg-
ur mikið lægra, I 1.2—1.3 km. fjai’lægð frá hússtæðinu, í svo-
nefndu Kollugili, fæst mjög mikið uppsprettuvatn og liggur
það urn 60 m hærra en hússtæðið. þótt þetta sé nokkuð langt
taldi ég í-áðlegast' að taka vatnið þai’, séi’staklega ef kalda-
vatnsleiðsla yi'ði lögð gegnunr hvérinn til að hita húsið upp.
I 1.6 km. íjarlægð, þar sem Sandá og Djúpá koma saman,
sagði Böðvar mér, að væxu smáfossar með töluverðu vatns-
magni og þykir mér líklegt, að virkja megi þessa fossa 1il
að raflýsa húsið. Auðvclt er að fá gott afrennsli frá liúsinu
niður í mýri neðan við húsið. Af öllum þeim stöðum, sem ég
skoðaði, álit ég Laugarvatn langheppilegasta staðinn fyrir
skólasetur.
Syðri-Reykir í B i s k u p s t u n g u m. (Ágrip). þar
yrði að nota goshver og er það miklum örðugleikum bundið.
Drykkjarvatn aðeins í Brúará. Getur sá staður því ekki
komið til greina.
Guðjón Samúelsson.
Ekki mun nefndinni hafa tekizt að innkalla neitt af
loforðunum, nema ef Hrunamannahreppur hafi þá
lagt fram þessar áður umgetnu kr. 3400,00 inn í spari-
sjóðinn, en um það er mér ókunnugt.
Um það leyti mun Páll Stefánsson hafa farið austur
í Rangárvallasýslu til þess að safna loforðum þar Hefir
hann að líkindum fengið þar upp tölur þær, sem nefnd-
in gefur upp í áliti sínu og hún sendi sýslunefndinni
26. janúar 1925.
í þessari greinargerð sinni tekur skólanefndin aðeins
þær upphæðir, sem hún telur óhætt að treysta á. Þessd
voru þau loforð úr Árnessýslu, samkvæmt skýrslu