Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Side 29
27
Flutt kr. 6500,00
— Hvolhreppi......................... — 1500,00
— Landmannahreppi.................... — 3000,00
— Holtahreppi........................ — 900,00
, Samtals kr. 11900,00“
Þessi loforð öll munu hafa verið óstaðmundin, og
treysti nefndin því, að þau yrðu efnd.
Samkvæmt þessu mátti ætla, að fyrir hendi væru kr.
57.900,00 til byggingar lýðskóla á Laugarvatni og kr.
49.400,00 til skóla á Hveraheiði.
Ennfremur segir nefndin:
„Þó að þessi loforð séu enganveginn fullnægjandi,
virðist nefndinni þó bersýnilegt, að svo mikill áhugi sé
fyrir málinu, að gerlegt sé að leggja út í skólastofnun
í því trausti, að það, sem á vantar, fáist hjá þeim sveit-
um og einstaklingum, sem litlu eða engu hafa lofað,bæði
í Árnes- og Rangárvallasýslu. Þó var þetta með því
skilyrði, að ríkissjóður leggi til 2/5 af stofnkostnaðin-
um (allt að kr. 58.000,00 eða kr. 64.400,00 eftir því
hvor staðurinn er valinn), og árlegan styrk, nemi ekki
minna en launum skólastjóra. Ef það fæst, álítur
nefndin að sýslusjóður Árnessýslu ætti að leggja til
þann kennslukostnað, sem á varttar. Annan árlegan
kostnað ætti að mega fá með skólagjaldi frá nemend-
um“.
Ég hefi tekið þetta hér upp til þess að sýna, að all-
miklu fé var búið að lofa til skólans. Þetta gerði þá
menn, sem seinna tóku við málinu, örugga, þegar að
því kom að reisa skyldi skólann.
Álit nefndarinnar er um margt mjög merkilegt, sem
vænta mátti af þeim mönnum, sem þar fjölluðu um.
Ekki sé ég mér fært að birta það allt, en ég get ekki
stillt mig um að birta hér niðurlagskafla nefndarálits-