Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 30
28
ins þar sem nefndin ræðir um fyrirkomulag væntan-
legs skóla.
„Skólinn á að vera miðaður við þarfir sveitafólks,
sem ekki ætlar að leita sér annarar skólamenntunar.
Skólatíminn sé tvö ár fyrir hvern nemanda. Við munn-
lega eða bóklega fræðslu sé mest áherzla lögð á þjóð-
leg fræði, svo sem sögu Islands og bókmenntir að fornu
og nýju. Verkleg kennsla fari fram í þeirri handavinnu,
sem helzt má að gagni koma á sveitaheimilum, og sé
hún höfð svo fjölbreytt, sem efni og ástæður leyfa.
Allt kennslufyrirkomulagið sé fjótlegt og tillit tekið til
þess, að nemendur eru misjafnir til náms, og megi því
sumir taka þátt í færri námsgreinum en aðrir eftir
samráði við kennara. Ekkert opinbert burtfararpróf sé
haldið. Ef því yrði við komið, væri æskilegt, að eins-
konar námsskeið væru haldin að sumrinu til fyrir unga
og einhleypa kaupstaðarbúa, sem vildu verja sumar-
leyfi sínu til þess að kynna sér íslenzkt sveitalíf og
sumarnáttúru“.
Hafði nú þessi nefnd lokið störfum sínum.
Ég man eftir því, þegar við sr. Kjartan Helgason
áttum tal um námskeið það, sem um er getið í greinar-
gerðinni, að mér féll uppástunga hans sérstaklega vel
í geð. Og það var ekki sízt þessu að þakka, að ýmsir
Reykvíkingar vildu styrkja skólann með fjárframlög-
um. Þeir urðu heillaðir af því, að geta átt von á að
senda börnin sín á fallegan stað í sveit í sumarleyf-
inu, þar sem fegurð náttúrunnar blasti við augum ung-
linganna, og allt væri fyrir hendi til þess að styrkja
líkamann. Og ekki nóg með það heldur væri þessum
unglingum fengið gott og heilbrigt umhugsunar- og
viðfangsefni með því t. d. að lesa með þeim tíma og
tíma beztu kaflana í íslendingasögunum okkar o. s. frv.
Ég man eftir einum góðum og gegnum Reykvíkingi,
sem blátt áfram kornst á loft yfir þessari hugmynd, og
sagðist hlakka til þeirrar stundar, þegar hann gæti vís-