Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Síða 32
30
ekki yrði hægt að sameina báðar sýslurnar um einn
skóla. Telur fundurinn heppilegustu úrlausn málsins,
að reistir yrðu 2 skólar, sinn í hvorri sýslu.
Árangurinn af för Páls austur var því lítill, enda var
nú málið tekið að riðlast mjög austur þar. Koma nú
upp ýmsar stefnur í málinu og árið 1926 eru þær orðn-
ar þrjár, sem mest ber á. Sumir héldu fram samskóla,
aðrir sérskóla fyrir Rangárvallasýslu og enn aðrir
vildu engan skóla. Voru nú áhöld um það, hver þessara
skoðana var sterkust. Voru margir á því máli, að engin
tiltök væru lengur á því að sameinast um einn skóla,
því að hinn harðasti reipdráttur hefði alltaf verið um
staðinn. Þó buðu Rangæingar Árnesingum þann kost,
að þeir gætu, ef þeir kærðu sig um, verið í félagi við
þá um skólabyggingu á Stórólfshvoli.
En nú var risin upp sterk alda í Ái'nessýslu um það,
að reisa skóla á heitum stað og hvergi annarsstaðar.
En enginn slíkur staður er til í Rangárvallasýslu. Þessi
flokkur, með liúsameistara ríkisins í liði með sér, hélt
fast við þá ákvörðun, hvað sem á milli bar að öðru
leyti um einstaka staði. Er það því auðskilið, að engin
tiltök voru á því, að leggja í byggingu á köldum stað
austur á Hvoli.
Það er nú ákveðið í Rangárvallasýslu, að leggja þess-
ar þrjár skoðanir á málinu undir atkvæði í hreppunum,
og ef svo færi, að flestir yrðu með samskóla við Ár-
nessýslu, þá yrði skólinn reistur svo nærri sýslutak-
mörkunum, sem unnt sé, staðhátta vegna. Er þetta og
í samræmi við vilja allmargra Árnesinga, sem ekkert
tillit vildu taka til hveraorkunnar, en þeir mennirnir
rt
voru alltaf færri, sem betur fór.
Ég gat þess áður, að þeir voru þrír heitu staðirnir,
sem nefndin skoðaði. Reykir í Ölvesi féllu þó fljótt úr
sögunni. Það var kunnugt, að þar átti að reisa hress-
ingarhæli fyrir berklaveikt fólk, og tók sr. Kjartan
Helgason skarið af með þann stað. Enda lýsti hann því