Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Side 39
37
inni sammála um það, að ekki bæri að taka þetta til
greina og að sjálfsagt væri fyrir nefndina að haida
áfram störfum, enda grunaði þá víst engan okkar að
búið væri að kveikja slíkt bál í málinu heima fyrir,
sem síðar varð raun á,
Byggingarnefndin tók því aftur til starfa, eins og
eklvert hefði í skorizt og samdi við húsameistara ríkis-
ins um teikningu af húsinu. Einnig var Eiríki yfirsmið
Gíslasyni frá Eyrarbakka stefnt til viðtals í Tryggva-
skála þ. 23. s. m. Var hann áður ráðinn ásamt 16-—20
mönnum til verksins. Sjálfsagt þótti að taka smiðina
úr sýslunni. Nefndin leitaði fyrir sér og samdi um kaup
á byggingarefni o. fl. sem með þurfti.
Einnig hafði nefndin, ásamt oddvita sýslunnar leit-
að fyrir sér um lán til byggingarinnar, ef með þyrfti,
sumpart fyrir sýsluna og að nokkru leyti fyrir þá
hreppa, sem mestu þurftu út að svara. Loforð fékkst
fyrir 20 þús. kr. láni í Söfnunarsjóðnum. Leyfi sam-
göngumálaráðherra, Magnúsar Guðmundssonar, var
veitt sýslumanni Árnessýslu 7. maí til þess að taka 50
þús. kr. lán í Landsbanka íslands eða annari lánsstofn-
un. Stjórn Landsbankans lofaði, með bréfi dags. 8. maí,
þessu láni gegn veði í skólanum og jörðinni Laugar-
vatni. Allt virtist því ætla að ganga greiðlega um byrj-
unina.
Þegar heim kom úr þessu ferðalagi, fórum við smátt
og smátt að heyra utan að okkur að allkröftuglega væri
safnað undirskriftum undir mótmæli .gegn byggingu
skólans á Laugarvatni. Voru menn sendir í alla hreppa
sýslunnar með slík skjöl og hart gengið fram í undir-
skriftasmöluninni.
Var nú fundur haldinn í Tryggvaskála 29. apríl að
tilhlutun nefndar þeirrar, sem send var til fundar við
byggingarnefndina á meðan hún var við störf sín í
Reykjavík 19.—21. apríl. — Á þessum fundi voru um
100 manns og þar voru báðir þingmennirnir, Magnús