Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 40
38
Torfason og Jörundur Brynjólfsson. Ekki hafði þeim þó
verið boðið á fundinn og ekki heldur byggingaraefnd-
inni. Þeir Kolbeinn og Gísli fréttu af hendingu af fund-
inum og gátu mætt þar. Ég vissi ekkert um hann fyr
en eftir á.
Brátt kom það í ljós, að mikill meirihluti fundaiáns
vildi ónýta samþykktir sýslufundarins í skólamálinu.
Þeir vildu fresta öllum framkvæmdum og bíða eftir at-
kvæðagreiðslum, sem fram átti að fara í Rangárvalla-
sýslu. Báðir þingemnnirnir töluðu duglega á móti þess-
ari ráðstöfun.
Samþykkt var á þessum fundi með yfirgnæfandi
meirihluta, að senda lista um alla hreppa sýslunnar,
þar sem þeir skrifuðu undir, sem vildu frest í málinu
og sem virtust lengst trúa á samvinnu Rangæinga um
einn sameiginlegan skóla fyrir báðar sýslur.
Eftir fund þennan komu þeir saman til skrafs og
ráðagerða alþingismennirnir báðir og þeir tveir úr
byggingarnefndinni, sem vitneskju fengju um fundinn.
Þar var einnig staddur Helgi hreppstjóri Ágústsson
frá Seli í Ilrunamannahreppi. — Taldi hann verða
myndi örðugt að innkalla hina lofuðu fjárupphæð þai*
í hreppnum. Hafði og skólanefndin, sem átti að inn-
kalla féð ekkert gert eða að minnsta kosti engu náð.
Leizt því sýslumanni ekki á blikuna, eins og nú var
komið og vildi fara hóflega í framkvæmdir, þar til út-
séð væri um það, hvernig undirskriftunum reiddi af,
sem nú voru hafnar af mesta krafti.
Ólafur Sigurðsson frá Kaldaðarnesi var formaður
undirskriftanefndarinnar. Sú nefnd gekkst fyrir því, að
svolátandi skjöl voru send í hreppana. Læt ég hér með
fylgja afrit af mótmælaskjalinu.
„Vér undirritaðir kjósendur í .......hreppi lýsum
megnri óánægju yfir því að héraðsskóli fyrir Ái-nes-
sýslu verði reistur á Laugarvatni. Teljum við þá lausn
á málinu æskilegasta, að Árnes- og Rangárvallasýsla