Ársrit Nemendasambands Laugarvatnsskóla - 01.05.1933, Page 41
39
sameini sig um einn skóla, er byggður verði nálægt
sýslutakmörkunum, og með því að ákveðið er, að
Rangæingar skeri úr því með atkvæðagreiðslu á þessu
sumri, hvort þeir vilji samskóla við Árnesinga, er
skólanefnd Rangæinga leggur áherzlu á, að reistur
verði nálægt sýslutákmörkum, ef til kemur, þá er það
eindregin ósk vor, að engar framkvæmdaráðstafanir
verði gerðar til skólabyggingar í Árnessýslu, fyr en
tekin yrði ný ákvörðun í málinu að lokinni atkvæða-
greiðslu Rangæinga.“
Undir þetta rita kjósendur ur 12 hreppum sýslunnar
af 16. Er það yfirlit þannig Skrifuðu undir: Á kjör- skrá:
Úr Ölveshreppi 143 200
— Grafningshreppi 14 36
— Grímsneshreppi 17 163
— Skeiðahreopi 54 117
— Villingaholtshreppi . . . 86 126
— Hraungerðishreopi . . . 89 137
— Sandvíkurhreppi 73 97
— Stokkseyrarhreppi 182 333
— Eyrarbakkahreppi 98 410
— Gaulverjabæjarhreppi ,, meirihluti" .drjúgur 145
— Hrunamannahreppi. . . . 57 196
— Gnúpverjahreppi 62 ?
Þótt duglega væri að gengið, fékkst ekki meirihluti
úr hreppunum til mótmæla. Úr þessum hreppum fékkst
enginn til að mótmæla: Biskupstungnahreppi, Laugar-
dalshreppi, Þingvallahreppi og Selvogshreppi.
Eftir fundinn í Ti’yggvaskála, 29. apríl, skrifaði Kol-
beinn Guðmundsson mér og skýrði mér frá, hvernig
málunum væri nú komið. Óskaði hann eftir því að
byggingarnefnd héldi fund með Grímsnesingum þ. 4.
maí til þess að heyra álit þeirra, en þeir höfðu alltaf